Segir stjórnendur KB Banka í felum 30. október 2006 13:00 Danska Ekstra Bladet segir að stjórnendur Kaupþings banka hafi farið í felur eftir skrif blaðsins í gær um það sem blaðið kallar skattasniðgöngukerfi bankans. Í dag birti blaðið frétt um danskan lögfræðing sem starfar með Íslendingum og er sagður viðriðinn mál um peningaþvætti. Lögfræðingurinn, sem heitir Jeff, var í blaðinu í gær sagður vera lykilmaður í útrás íslenskra kaupsýslumanna. Haft var eftir honum að hann hafi unnið með Björgólfsfeðgum og Magnúsi Þorsteinssyni. Fyrri opna af tveimur í Ekstrabladet í dag fer í að sýna ríkmannlegt líf Jeffs, sem ferðast um heiminn á einkaþotu. Auk þess er farið yfir baráttu Jeffs við rússneskan kaupsýslumann um eignarhald í rússnesku símafyrirtæki. Á næstu opnu er það saga af langri sakaskrá og svikum föður Jeffs. En það sem snýr mest að Íslendingum í skrifum blaðsins í dag er annar danskur lögfræðingur og meðeigandi Jeffs, Claus Abildstrøm. Claus er sagður vera stofnandi eða stjórnarformaður í mörgum þekktum fyrirtækjum í eigu Íslendinga. Og hvort blaðið koma til með að sýna fram á tengsl milli Íslendinga og peningaþvættis verður tíminn að leiða í ljós, því Ekstrabladet ætlar sér að draga umfjöllunina á langinn. En það sem kemur fram í dag er að danski lögfræðingurinn Claus Abildstrøm hafi borið vitni í máli sem rekið var í Sviss árið 2004 og ári síðar á Bresku Jómfrúreyjunum, sem tengdist eignarhaldi fyrirtækis meðeiganda hans Jeff. Einnig kemur fram að Claus hafi verið meðeigandi í fyrirtæki sem hafi verið notað til að leyna eignarhaldi í tengslum við sölu á stórum hlut í rússnesku símafyrirtæki. Blaðið hefur þessar upplýsingar úr alþjóðlegri skýrslu endurskoðanda hjá Pricewater House Coopers. Haft er eftir þeim endurskoðanda að það að leyna eignarhaldi fyrirtækja sé lýsandi fyrir peningaþvætti. Erlent Fréttir Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira
Danska Ekstra Bladet segir að stjórnendur Kaupþings banka hafi farið í felur eftir skrif blaðsins í gær um það sem blaðið kallar skattasniðgöngukerfi bankans. Í dag birti blaðið frétt um danskan lögfræðing sem starfar með Íslendingum og er sagður viðriðinn mál um peningaþvætti. Lögfræðingurinn, sem heitir Jeff, var í blaðinu í gær sagður vera lykilmaður í útrás íslenskra kaupsýslumanna. Haft var eftir honum að hann hafi unnið með Björgólfsfeðgum og Magnúsi Þorsteinssyni. Fyrri opna af tveimur í Ekstrabladet í dag fer í að sýna ríkmannlegt líf Jeffs, sem ferðast um heiminn á einkaþotu. Auk þess er farið yfir baráttu Jeffs við rússneskan kaupsýslumann um eignarhald í rússnesku símafyrirtæki. Á næstu opnu er það saga af langri sakaskrá og svikum föður Jeffs. En það sem snýr mest að Íslendingum í skrifum blaðsins í dag er annar danskur lögfræðingur og meðeigandi Jeffs, Claus Abildstrøm. Claus er sagður vera stofnandi eða stjórnarformaður í mörgum þekktum fyrirtækjum í eigu Íslendinga. Og hvort blaðið koma til með að sýna fram á tengsl milli Íslendinga og peningaþvættis verður tíminn að leiða í ljós, því Ekstrabladet ætlar sér að draga umfjöllunina á langinn. En það sem kemur fram í dag er að danski lögfræðingurinn Claus Abildstrøm hafi borið vitni í máli sem rekið var í Sviss árið 2004 og ári síðar á Bresku Jómfrúreyjunum, sem tengdist eignarhaldi fyrirtækis meðeiganda hans Jeff. Einnig kemur fram að Claus hafi verið meðeigandi í fyrirtæki sem hafi verið notað til að leyna eignarhaldi í tengslum við sölu á stórum hlut í rússnesku símafyrirtæki. Blaðið hefur þessar upplýsingar úr alþjóðlegri skýrslu endurskoðanda hjá Pricewater House Coopers. Haft er eftir þeim endurskoðanda að það að leyna eignarhaldi fyrirtækja sé lýsandi fyrir peningaþvætti.
Erlent Fréttir Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira