Lífið

Óvenjulegur afli

Það er ekki allt fiskur sem kemur í veiðarfæri skipa eins og þeir á Kleifaberginu komust að í gær á hinum frægu Halamiðum. Þegar verið var að vinna aflann úr einu holinu kom ökuskírteini rúllandi eftir færibandi í átt að hausara, frekar en ekkert.

Skýrt er frá þessu á vefsíðunni bvg.is og segir þar að skírteinið hafi verið nokkuð velkt, undið og snúið en samt ekki alveg ónýtt og vel hægt að lesa á það.

Skírteinið var fyrst gefið út á Ísafirði fyrir 17 árum og gildir allt til ársins 2041. Að sögn síðuskrifara bvg.is mun handhafi þess enn vera búsettur á Ísafirði. Síðuskrifari veltir því hins vegar fyrir sér hvernig það megi vera að ökuskírteinið hans hafi verið að þvælast um á Halanum.

Enn furðulegra sé þó að það skuli hafa hangið í trollinu komist um borð og inn i vinnsluna. Málið ku vera í rannsókn og verður vonandi upplýst á allra næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.