Grænir skattar og Chelsea traktorar 26. október 2006 13:18 Kannski eru loftslagsbreytingar aðalmálið? Í nýrri skýrslu, sem er samin af fyrrum aðalhagfræðingi Alþjóðabankans, segir að hlýnun jarðar muni valda heimskreppu. Hún verði svo djúp að jafnast á við það sem gerðist 1929 og í tveimur heimstyrjöldum. Hér í Bretlandi er Íhaldsflokkurinn meira að segja að verða meðvitaður um þetta. David Cameron lætur taka myndir af sér á hjóli. Hann er með sólarrafstöð á þakinu hjá sér. Flokkur hans veltir fyrir sér hugmyndum um að leggja á "græna skatta". Hann hefur ekki lagst á móti tillögum um að leggja sérstök gjöld á það sem kallast "Chelsea-traktorar" - það eru jeppar sem eru vinsæl ökutæki meðal ríka fólksins sem býr í Chelsea. Í skýrslunni er þó smá vonarneisti. Þar segir að það þurfi ekki endilega að vera svo kvalafullt fyrir jarðarbúa að takast á við þetta. Að vísu þarf að leggja ofboðslega peninga nýja orkugjafa - en um leið gæti ný tækni haft för með sér ný tækifæri og vöxt. Hvort sem það kemur loftslagsbreytingum við eða ekki þá er ótrúlega gott veður hérna í London í októberlok. Það er svo hlýtt að enn er hægt að sitja fyrir utan kaffihúsin, peysan sem ég kom með hingað hefur verið öldungis óþörf. Við komum heim í kvöld. Það er dálítið erfitt að skrifa langar greinar á Starbuck´s. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Kannski eru loftslagsbreytingar aðalmálið? Í nýrri skýrslu, sem er samin af fyrrum aðalhagfræðingi Alþjóðabankans, segir að hlýnun jarðar muni valda heimskreppu. Hún verði svo djúp að jafnast á við það sem gerðist 1929 og í tveimur heimstyrjöldum. Hér í Bretlandi er Íhaldsflokkurinn meira að segja að verða meðvitaður um þetta. David Cameron lætur taka myndir af sér á hjóli. Hann er með sólarrafstöð á þakinu hjá sér. Flokkur hans veltir fyrir sér hugmyndum um að leggja á "græna skatta". Hann hefur ekki lagst á móti tillögum um að leggja sérstök gjöld á það sem kallast "Chelsea-traktorar" - það eru jeppar sem eru vinsæl ökutæki meðal ríka fólksins sem býr í Chelsea. Í skýrslunni er þó smá vonarneisti. Þar segir að það þurfi ekki endilega að vera svo kvalafullt fyrir jarðarbúa að takast á við þetta. Að vísu þarf að leggja ofboðslega peninga nýja orkugjafa - en um leið gæti ný tækni haft för með sér ný tækifæri og vöxt. Hvort sem það kemur loftslagsbreytingum við eða ekki þá er ótrúlega gott veður hérna í London í októberlok. Það er svo hlýtt að enn er hægt að sitja fyrir utan kaffihúsin, peysan sem ég kom með hingað hefur verið öldungis óþörf. Við komum heim í kvöld. Það er dálítið erfitt að skrifa langar greinar á Starbuck´s.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun