Grænir skattar og Chelsea traktorar 26. október 2006 13:18 Kannski eru loftslagsbreytingar aðalmálið? Í nýrri skýrslu, sem er samin af fyrrum aðalhagfræðingi Alþjóðabankans, segir að hlýnun jarðar muni valda heimskreppu. Hún verði svo djúp að jafnast á við það sem gerðist 1929 og í tveimur heimstyrjöldum. Hér í Bretlandi er Íhaldsflokkurinn meira að segja að verða meðvitaður um þetta. David Cameron lætur taka myndir af sér á hjóli. Hann er með sólarrafstöð á þakinu hjá sér. Flokkur hans veltir fyrir sér hugmyndum um að leggja á "græna skatta". Hann hefur ekki lagst á móti tillögum um að leggja sérstök gjöld á það sem kallast "Chelsea-traktorar" - það eru jeppar sem eru vinsæl ökutæki meðal ríka fólksins sem býr í Chelsea. Í skýrslunni er þó smá vonarneisti. Þar segir að það þurfi ekki endilega að vera svo kvalafullt fyrir jarðarbúa að takast á við þetta. Að vísu þarf að leggja ofboðslega peninga nýja orkugjafa - en um leið gæti ný tækni haft för með sér ný tækifæri og vöxt. Hvort sem það kemur loftslagsbreytingum við eða ekki þá er ótrúlega gott veður hérna í London í októberlok. Það er svo hlýtt að enn er hægt að sitja fyrir utan kaffihúsin, peysan sem ég kom með hingað hefur verið öldungis óþörf. Við komum heim í kvöld. Það er dálítið erfitt að skrifa langar greinar á Starbuck´s. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun
Kannski eru loftslagsbreytingar aðalmálið? Í nýrri skýrslu, sem er samin af fyrrum aðalhagfræðingi Alþjóðabankans, segir að hlýnun jarðar muni valda heimskreppu. Hún verði svo djúp að jafnast á við það sem gerðist 1929 og í tveimur heimstyrjöldum. Hér í Bretlandi er Íhaldsflokkurinn meira að segja að verða meðvitaður um þetta. David Cameron lætur taka myndir af sér á hjóli. Hann er með sólarrafstöð á þakinu hjá sér. Flokkur hans veltir fyrir sér hugmyndum um að leggja á "græna skatta". Hann hefur ekki lagst á móti tillögum um að leggja sérstök gjöld á það sem kallast "Chelsea-traktorar" - það eru jeppar sem eru vinsæl ökutæki meðal ríka fólksins sem býr í Chelsea. Í skýrslunni er þó smá vonarneisti. Þar segir að það þurfi ekki endilega að vera svo kvalafullt fyrir jarðarbúa að takast á við þetta. Að vísu þarf að leggja ofboðslega peninga nýja orkugjafa - en um leið gæti ný tækni haft för með sér ný tækifæri og vöxt. Hvort sem það kemur loftslagsbreytingum við eða ekki þá er ótrúlega gott veður hérna í London í októberlok. Það er svo hlýtt að enn er hægt að sitja fyrir utan kaffihúsin, peysan sem ég kom með hingað hefur verið öldungis óþörf. Við komum heim í kvöld. Það er dálítið erfitt að skrifa langar greinar á Starbuck´s.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun