Ásthildur tilnefnd sem framherji ársins

Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir sem leikur með Malmö í Svíþjóð er ein þriggja kvenna sem tilnefndar eru sem framherji ársins í sænsku knattspyrnunni. Ásthildur átti frábært tímabil með liði sínu í ár og hefur raunar skorað fleiri mörk en þær Victoria Svensson og Lotta Schelin sem einnig eru tilnefndar þegar aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni.