Langreyðurin var skotin um hálffimmleytið í gær vestur af landinu og var í kjölfarið haldið í land með hana. Nokkur fjöldi fólks hafði safnast saman á bryggjunni í Hvalfirði í dag til að sjá þegar hvalurinn var dreginn á land en fljótlega verður hafist handa við að skera hanna og kjötið svo flutt til Akraness þar sem það verður unnið.
