Viðskipti erlent

Bretar vilja óbreytta stýrivexti

Englandsbanki.
Englandsbanki. Mynd/AFP

Hópur breskra hagfræðinga hvetur peningamálanefnd Englandsbanka til að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum. Nefndin fundar í vikunni í en greinir frá því á fimmtudag hvort stýrivextir verði óbreyttir eður ei.

Hagfræðingar segja 90 prósenta líkur á því að nefndin ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir standa nú í 4,5 prósentum en almennt er búist við að þeir lækki í 4,25 prósent í mars á næsta ári og verði að því loknu óbreyttir út árið.

Peningamálanefnd Englandsbanka ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum fyrr í þessum mánuði en tveir voru fylgjandi 25 punkta lækkun vegna hægingar á efnahagslífinu. Einn nefndarmanna studdi hins vegar 25 punkta hækkun til að sporna gegn áhrifum af aukinni verðbólgu.

Hagfræðingar telja ennfremur að evrópski seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 2 prósentum en telja um 20 prósenta líkur á að þeir lækki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×