Ryanair birtir yfirtökutilboð í Aer Lingus 23. október 2006 12:26 Michael O'Leary, forstjóri Ryanair. Mynd/AFP Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birtir í dag með formlegum hætti óvinveitt yfirtökutilboð sitt í írska flugfélagið Aer Lingus. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, varar hluthafa í Aer Lingus við því að gengi bréfa þeirra í félaginu muni lækka taki þeir ekki tilboðinu. Ryanair bauð 2,8 evrur fyrir hvern hlut í Aer Lingus 5. október síðastliðinn en þá var ein vika frá því írska ríkið einkavæddi flugfélagið, seldi meirihluta bréfa sinna í félaginu í almennu hlutafjárútboði og skráði það á markað. Tilboð Ryanair hljóðar upp á jafnvirði um 130 milljarða íslenskra króna. Í dag fengu hluthafar í Aer Lingus formlegt yfirtökutilboð frá Ryanair í hendur en það gildir til 13. nóvember næstkomandi. Í bréfi frá Michael O'Leary, forstjóra Ryanair, sem fylgdi tilboðinu, kemur meðal annars fram að Aer Lingus hafi takmarkaða vaxtarmöguleika samþykki hluthafarnir ekki tilboð Ryanair. Ryanair hefur þegar tryggt sér 19,2 prósent í Aer Lingus en hefur verið bannað að kaupa meira í flugfélaginu. Greiningaraðilar búast almennt við að Ryanair hækki tilboðið til að tryggja sér rúman helmingshlut í flugfélaginu. Á móti Ryanair fer írska ríkið með fjórðungshlut í Aer Lingus en starfsmannasjóður flugfélagsins og aðrir fjárfestar eiga afganginn. Þá á írski auðkýfingurinn Denis O'Brien rúman 2 prósenta hlut sem hann keypti gagngert til að koma í veg fyrir yfirtöku Ryanair. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birtir í dag með formlegum hætti óvinveitt yfirtökutilboð sitt í írska flugfélagið Aer Lingus. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, varar hluthafa í Aer Lingus við því að gengi bréfa þeirra í félaginu muni lækka taki þeir ekki tilboðinu. Ryanair bauð 2,8 evrur fyrir hvern hlut í Aer Lingus 5. október síðastliðinn en þá var ein vika frá því írska ríkið einkavæddi flugfélagið, seldi meirihluta bréfa sinna í félaginu í almennu hlutafjárútboði og skráði það á markað. Tilboð Ryanair hljóðar upp á jafnvirði um 130 milljarða íslenskra króna. Í dag fengu hluthafar í Aer Lingus formlegt yfirtökutilboð frá Ryanair í hendur en það gildir til 13. nóvember næstkomandi. Í bréfi frá Michael O'Leary, forstjóra Ryanair, sem fylgdi tilboðinu, kemur meðal annars fram að Aer Lingus hafi takmarkaða vaxtarmöguleika samþykki hluthafarnir ekki tilboð Ryanair. Ryanair hefur þegar tryggt sér 19,2 prósent í Aer Lingus en hefur verið bannað að kaupa meira í flugfélaginu. Greiningaraðilar búast almennt við að Ryanair hækki tilboðið til að tryggja sér rúman helmingshlut í flugfélaginu. Á móti Ryanair fer írska ríkið með fjórðungshlut í Aer Lingus en starfsmannasjóður flugfélagsins og aðrir fjárfestar eiga afganginn. Þá á írski auðkýfingurinn Denis O'Brien rúman 2 prósenta hlut sem hann keypti gagngert til að koma í veg fyrir yfirtöku Ryanair.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira