Hvalveiðar í atvinnuskyni hefjast á ný 17. október 2006 14:02 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný og að leyfðar yrðu veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum til viðbótar við þær 39 hrefnur sem veiddar verða í vísindaskyni á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðarnar hefjast á miðnætti. Kom þetta fram í utandagskárumræðu sem efnt var til að frumkvæði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um framtíð hvalveiða við Ísland. Magnús kvaddi sér hljóðs og sagði að hann og formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, hefðu orðið vitni að því í morgun þegar Hvalur 9 var leystur frá festum í Reykjavíkurhöfn. „Þetta var söguleg stund," sagði Magnús. Hann sagði alla gera sér grein fyrir hvað væri að gerast en vildi fá staðfestingu á því frá ráðherra. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra steig þá í pontu og tilkynnti að atvinnuveiðar yrðu hafnar á ný á þessu fiskveiðiári. Sagði ráðherra enn fremur að Hafrannsóknastofnun hefði metið það svo að hægt væri að stunda sjálfbærar veiðar á hval með því að veiða um 200 langreyðar og 400 hrefnur á ári. Íslendingar hefðu allar heimildir til veiðanna og þjóðréttarleg staða væri í lagi. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa eigendur Hvals hf. búið sig undir veiðar að undanförnu meðal annars með því að senda hvalveiðibátinn Hval 9 í slipp og með því að undirbúa Hvalstöðina í Hvalfirði. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., eru menn klárir í bátana og í morgun og nú eftir hádegið hafa starfsmenn Hvals veriða að prófa gufuvélarnar í Hval 9 með því að sigla í ytri höfninni. Vélarnar hafa ekki verið ræstar frá árinu 1989 þegar hvalveiðum var hætt. Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný og að leyfðar yrðu veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum til viðbótar við þær 39 hrefnur sem veiddar verða í vísindaskyni á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðarnar hefjast á miðnætti. Kom þetta fram í utandagskárumræðu sem efnt var til að frumkvæði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um framtíð hvalveiða við Ísland. Magnús kvaddi sér hljóðs og sagði að hann og formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, hefðu orðið vitni að því í morgun þegar Hvalur 9 var leystur frá festum í Reykjavíkurhöfn. „Þetta var söguleg stund," sagði Magnús. Hann sagði alla gera sér grein fyrir hvað væri að gerast en vildi fá staðfestingu á því frá ráðherra. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra steig þá í pontu og tilkynnti að atvinnuveiðar yrðu hafnar á ný á þessu fiskveiðiári. Sagði ráðherra enn fremur að Hafrannsóknastofnun hefði metið það svo að hægt væri að stunda sjálfbærar veiðar á hval með því að veiða um 200 langreyðar og 400 hrefnur á ári. Íslendingar hefðu allar heimildir til veiðanna og þjóðréttarleg staða væri í lagi. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa eigendur Hvals hf. búið sig undir veiðar að undanförnu meðal annars með því að senda hvalveiðibátinn Hval 9 í slipp og með því að undirbúa Hvalstöðina í Hvalfirði. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., eru menn klárir í bátana og í morgun og nú eftir hádegið hafa starfsmenn Hvals veriða að prófa gufuvélarnar í Hval 9 með því að sigla í ytri höfninni. Vélarnar hafa ekki verið ræstar frá árinu 1989 þegar hvalveiðum var hætt.
Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira