Sony innkallar eigin rafhlöður 17. október 2006 09:16 Fartölva af gerðinni Sony Vaio. Mynd/AFP Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtækið framleiðir og selur með fartölvum af gerðinni Sony Vaio. Tæknifyrirtækið reiknaði með 43 prósenta minni hagnaði á árinu í júlí. Þá voru innkallanirnar ekki byrjaðar og reikna greiningaraðilar með enn minni hagnaði. Ekki er þó um innköllun á heimsvísu að ræða því tölvurnar voru seldar í Japan og Kína. Gallinn í rafhlöðunum er sá sami og í fyrri tilvikum. Rafhlöðurnar ofhitna og er vitað um 10 tilvik þar sem beinlínis hefur kviknað í fartölvum vegna þessa. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir japanska viðskiptablaðinu Nihon Keizai Shimbun að svo gæti farið að Sony innkalli allt að 300.000 rafhlöður sem seldar voru með Sony Vaio fartölvum. Forsvarsmenn Sony segja hins vegar að innköllunin sé gerð í varúðarskyni og til að róa viðskiptavini fyrirtækisins. Frá og með þessari innköllun hefur Sony ákveðið að innkalla ríflega 8 milljón rafhlöður undir merkjum fyrirtækisins um allan heim. Þá hefur það áhrif á afkomuspá Sony að fyrirtækið lækkaði verðið á nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 3, um heil 20 prósent. Í afkomuspá Sony sem gerð var í júlí síðastliðnum var gert ráð fyrir 130 milljarða jena eða tæplega 40 milljarða króna hagnaði á árinu. Þetta er 43 prósentum minna en í fyrra. Greiningaraðilar telja líkur á að hagnaðurinn verði enn minni þegar innkallanir á ríflega 8 milljónum rafhlaða verði komnar inn í dæmið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtækið framleiðir og selur með fartölvum af gerðinni Sony Vaio. Tæknifyrirtækið reiknaði með 43 prósenta minni hagnaði á árinu í júlí. Þá voru innkallanirnar ekki byrjaðar og reikna greiningaraðilar með enn minni hagnaði. Ekki er þó um innköllun á heimsvísu að ræða því tölvurnar voru seldar í Japan og Kína. Gallinn í rafhlöðunum er sá sami og í fyrri tilvikum. Rafhlöðurnar ofhitna og er vitað um 10 tilvik þar sem beinlínis hefur kviknað í fartölvum vegna þessa. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir japanska viðskiptablaðinu Nihon Keizai Shimbun að svo gæti farið að Sony innkalli allt að 300.000 rafhlöður sem seldar voru með Sony Vaio fartölvum. Forsvarsmenn Sony segja hins vegar að innköllunin sé gerð í varúðarskyni og til að róa viðskiptavini fyrirtækisins. Frá og með þessari innköllun hefur Sony ákveðið að innkalla ríflega 8 milljón rafhlöður undir merkjum fyrirtækisins um allan heim. Þá hefur það áhrif á afkomuspá Sony að fyrirtækið lækkaði verðið á nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 3, um heil 20 prósent. Í afkomuspá Sony sem gerð var í júlí síðastliðnum var gert ráð fyrir 130 milljarða jena eða tæplega 40 milljarða króna hagnaði á árinu. Þetta er 43 prósentum minna en í fyrra. Greiningaraðilar telja líkur á að hagnaðurinn verði enn minni þegar innkallanir á ríflega 8 milljónum rafhlaða verði komnar inn í dæmið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira