Verðbólga minnkaði fyrir utan Noreg 13. október 2006 11:45 Verðbólga í Svíþjóð, sem er stærsta hagkerfi Norðurlandanna, minnkaði í september og mælist nú 1 prósent. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem dregur úr verðbólgu þar í landi. Verðbólgan minnkaði sömuleiðis í Danmörku en jókst í Noregi. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að meginástæðan minni verðbólgu í Svíþjóð sé lækkun olíuverðs. Kostnaður við samgöngur hafi lækkað verulega samhliða lækkun á olíuverði undanfarna mánuði. Seðlabankinn í Svíþjóð hefur hækkað vexti fjórum sinnum á þessu ári og eru stýrivextir nú 2,5 prósent. Talsmenn bankans hafa gefið í skyn að vextir verði hækkaðir frekar á þessu ári. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði 4 prósent í Svíþjóð á næsta ári. Verðbólga í Danmörku minnkaði einnig í september og mælist 1,5 prósent. Olíuverð á hlut að máli en einnig jókst framleiðni. Greiningardeildin segir minni líkur nú en áður taldar á ofhitnun danska hagkerfisins þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi ekki mælst minna í um 30 ár. Þá hefur innflutningur á ódýrum vörum frá Kína aukist og kemur það í veg fyrir hækkun á neysluvörum. Danski seðlabankinn hækkaði vexti nýlega og eru þeir nú 3,5 prósent í samræmi við hækkun stýrivaxta hjá evrópska seðlabankanum. Búist er við frekari vaxtahækkun á Evrusvæðinu og má því gera ráð fyrir hækkun í Danmörku fyrir árslok. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 2,3 prósenta hagvexti í landinu á þessu ári en 0,4 prósentustiga minni hagvexti á næsta ári. Á sama tíma jókst verðbólga í Noregi og er hún nú 2,6 prósent. Norski seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum í síðasta mánuði eftir fimm hækkanir frá því í júní í fyrra en stýrivextir bankans eru nú 3 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 2,4 prósenta hagvexti í Noregi á þessu ári en 2,8 prósenta hagvexti á því næsta og er þetta eina landið í Evrópu sem sjóðurinn spáir auknum hagvexti á milli ára. Fjármálaráðuneytið í Noregi spáir hagvexti fyrir hagkerfið fyrir utan olíuiðnaðinn og skipaiðnaðinn. Ný spá frá þeim sem kom út í síðustu viku gerir ráð fyrir 3,4 prósenta hagvexti á þessu ári og 2,9 prósenta hagvexti á næsta ári. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verðbólga í Svíþjóð, sem er stærsta hagkerfi Norðurlandanna, minnkaði í september og mælist nú 1 prósent. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem dregur úr verðbólgu þar í landi. Verðbólgan minnkaði sömuleiðis í Danmörku en jókst í Noregi. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að meginástæðan minni verðbólgu í Svíþjóð sé lækkun olíuverðs. Kostnaður við samgöngur hafi lækkað verulega samhliða lækkun á olíuverði undanfarna mánuði. Seðlabankinn í Svíþjóð hefur hækkað vexti fjórum sinnum á þessu ári og eru stýrivextir nú 2,5 prósent. Talsmenn bankans hafa gefið í skyn að vextir verði hækkaðir frekar á þessu ári. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði 4 prósent í Svíþjóð á næsta ári. Verðbólga í Danmörku minnkaði einnig í september og mælist 1,5 prósent. Olíuverð á hlut að máli en einnig jókst framleiðni. Greiningardeildin segir minni líkur nú en áður taldar á ofhitnun danska hagkerfisins þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi ekki mælst minna í um 30 ár. Þá hefur innflutningur á ódýrum vörum frá Kína aukist og kemur það í veg fyrir hækkun á neysluvörum. Danski seðlabankinn hækkaði vexti nýlega og eru þeir nú 3,5 prósent í samræmi við hækkun stýrivaxta hjá evrópska seðlabankanum. Búist er við frekari vaxtahækkun á Evrusvæðinu og má því gera ráð fyrir hækkun í Danmörku fyrir árslok. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 2,3 prósenta hagvexti í landinu á þessu ári en 0,4 prósentustiga minni hagvexti á næsta ári. Á sama tíma jókst verðbólga í Noregi og er hún nú 2,6 prósent. Norski seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum í síðasta mánuði eftir fimm hækkanir frá því í júní í fyrra en stýrivextir bankans eru nú 3 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 2,4 prósenta hagvexti í Noregi á þessu ári en 2,8 prósenta hagvexti á því næsta og er þetta eina landið í Evrópu sem sjóðurinn spáir auknum hagvexti á milli ára. Fjármálaráðuneytið í Noregi spáir hagvexti fyrir hagkerfið fyrir utan olíuiðnaðinn og skipaiðnaðinn. Ný spá frá þeim sem kom út í síðustu viku gerir ráð fyrir 3,4 prósenta hagvexti á þessu ári og 2,9 prósenta hagvexti á næsta ári.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira