Viðskipti erlent

Hagnaður Pepsi eykst mikið

Mynd/Getty Images

Hagnaður bandaríska gosdrykkjaframleiðandans Pepsi nam 102 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 71 prósents aukning á milli ára.

Fyrirtækið ætlar að greiða 2,98 dali á hlut í arð til hluthafa en það er undir væntingum greiningaraðila.

Hagnaður fyrirtækisins á fjórðungnum nam 1,48 milljörðum dala eða jafnvirði rúmra 102 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn hins vegar 864 milljónum dala eða tæplega 60 milljörðum króna.

Þá námu tekjur gosdrykkjaframleiðandans 8,95 milljörðum dala eða 617 milljörðum króna. Á sama tíma fyrir ári námu þær 8,18 milljörðum dala eða rúmlega 564 milljörðum króna og jafngildir þetta 9,4 prósenta aukningu á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×