Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones sló enn eitt metið við lokun markaða vestanhafs í dag. Vísitalan hækkaði um 16,08 punkta eða 0,14 prósent í viðskiptum dagsins og endaði í 11.866,69 stigum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem vísitalan nær sögulegu hámarki.
Það var á þriðjudag sem vísitalan náði nýjum methæðum og sló út hæsta lokagengi vísitölunnar undir lok janúar árið 2000.Þriðji dagur Dow Jones í methæðum
