Viðskipti erlent

Hagvöxtur undir væntingum

Hagvöxtur jókst um 2,6 prósent í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt endurskoðuðum útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er nokkuð undir væntingum en almennt var reiknað með því að hagvöxtur myndi aukast um 2,9 prósent. Þá er um talsvert minni hagvöxt að ræða en á fyrsta fjórðungi ársins, sem nam 5,6 prósentum.

Þrátt fyrir þetta segja greiningaraðilar að upplýsingarnar sýni að efnahagslífið sé að ná mjúkri lendingu.

Sömuleiðis mældist verðbólgan 2,7 prósent á öðrum fjórðungi ársins en það er 0,1 prósenti undir því sem gert var ráð fyrir.

Þá er hagvöxturinn sömuleiðis auka líkur á því að Seðlabanki Bandaríkjanna muni ekki hækka stýrivexti bankans í bráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×