Allir meðlimir peningamálanefndar Englandsbanka voru sammála um að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum á síðasta vaxtaákvörðunarfundi nefndarinnar fyrr í þessum mánuði. Hagfræðingar telja líkur á hækkun vaxta í nóvember.
Stýrivextir í Bretlandi voru síðast hækkaðir um 25 punkta í ágúst og standa vextirnir í 4,75 prósentum.