OMX kaupir Kauphöllina 19. september 2006 09:08 Hús Kauphallar Íslands. OMX, sem á og rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, og Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing hf. (EV), eigandi Kauphallar Íslands og Verðbréfaskráningar Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup OMX á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. Kaupin eru næsta skref í þeirri viðleitni að samþætta verðbréfamarkaði Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og gera OMX kauphallirnar að leiðandi evrópskum markaði. Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hyggist taka yfir OMX og var haft eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands í dag segir að ætlunin sé að tilkynna undirritun formlegs samkomulags fyrir lok október. Hluthöfum í Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. verður í framhaldinu gert tilboð þar sem þeim verður boðið að fá nýútgefin hlutabréf í OMX. Alls munu hluthafar EV fá 2,07 milljónir hluta í OMX í skiptum fyrir hlut sinn í EV að verðmæti 2.450 milljónir króna. Að auki munu hluthafar fá greitt handbært fé og verðbréf í eigu EV að verðmæti 570 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að kaupin verði fullfrágengin fyrir lok þessa árs. Haft er eftir Þórði Friðjónssyni Kauphöllin gleðjist yfir yfir því að geta tekið þátt í frekari samþættingu verðbréfamarkaða á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum. Muni það verða bæði skráðum fyrirtækjum og fjárfestum til góðs enda verði skráð fyrirtæki í Kauphöllinni mun sýnilegri og geta borið sig saman við stærri hóp fyrirtækja. Einnig megi gera ráð fyrir því að fleiri erlendir aðilar muni taka þátt á íslenskum markaði og auka þannig seljanleikann. Jukku Ruuska, forstjóri kauphallararms OMX, segir félagið ánægt með að dýpka samstarfið enn frekar og bjóði þau íslenska markaðinn velkominn inn í OMX. „Við erum að skapa samþættan norrænan markað til að auka viðskipti á milli Norðurlandanna og gera hann meira aðlaðandi í augum erlendra fjárfesta," segir hann í tilkynningunni. Ætlunin er að íslensk fyrirtæki muni verða hluti af Norræna listanum í upphafi næsta árs og í kjölfarið muni sýnileiki þeirra aukast. Frá sama tíma mun íslenskum markaðsupplýsingum verða dreift með öðrum upplýsingum frá OMX og íslensk bréf verða hluti af OMX vísitölunum. Vísitölur fyrir íslensk bréf munu áfram endurspegla þróun á íslenska markaðnum. Einnig er búist við því að sameining auki hraða framþróunar á Virðisbrævamarkaði Føroya eða VMF, sem Kauphöll Íslands rekur. Nafni iSEC, hlutabréfamarkaðar Kauphallarinnar fyrir smá og millistór fyrirtæki, verður breytt og fær hann heitið First North. First North er annar stærsti evrópski hlutabréfamarkaðurinn fyrir smá og millistór fyrirtæki hvað fjölda fyrirtækja varðar. Afleiðumarkaður verður settur á stofn á næsta ári með afleiður á skráð bréf í Kauphöllinni. Markaðurinn verður starfræktur á svipaðan hátt og aðrir afleiðumarkaðir innan OMX, að því er segir í tilkynningunni. Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráning Íslands munu eftir sem áður lúta íslenskum lögum og eftirliti íslenskra yfirvalda. Kauphöll Íslands verður markaðssett undir merkjum OMX. Kaupin eru meðal annars háð áreiðanleikakönnun, undirritun samnings um sameiningu, samþykki eftirlitsstofnana og samþykki auka aðalfundar OMX. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira
OMX, sem á og rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, og Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing hf. (EV), eigandi Kauphallar Íslands og Verðbréfaskráningar Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup OMX á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. Kaupin eru næsta skref í þeirri viðleitni að samþætta verðbréfamarkaði Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og gera OMX kauphallirnar að leiðandi evrópskum markaði. Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hyggist taka yfir OMX og var haft eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands í dag segir að ætlunin sé að tilkynna undirritun formlegs samkomulags fyrir lok október. Hluthöfum í Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. verður í framhaldinu gert tilboð þar sem þeim verður boðið að fá nýútgefin hlutabréf í OMX. Alls munu hluthafar EV fá 2,07 milljónir hluta í OMX í skiptum fyrir hlut sinn í EV að verðmæti 2.450 milljónir króna. Að auki munu hluthafar fá greitt handbært fé og verðbréf í eigu EV að verðmæti 570 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að kaupin verði fullfrágengin fyrir lok þessa árs. Haft er eftir Þórði Friðjónssyni Kauphöllin gleðjist yfir yfir því að geta tekið þátt í frekari samþættingu verðbréfamarkaða á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum. Muni það verða bæði skráðum fyrirtækjum og fjárfestum til góðs enda verði skráð fyrirtæki í Kauphöllinni mun sýnilegri og geta borið sig saman við stærri hóp fyrirtækja. Einnig megi gera ráð fyrir því að fleiri erlendir aðilar muni taka þátt á íslenskum markaði og auka þannig seljanleikann. Jukku Ruuska, forstjóri kauphallararms OMX, segir félagið ánægt með að dýpka samstarfið enn frekar og bjóði þau íslenska markaðinn velkominn inn í OMX. „Við erum að skapa samþættan norrænan markað til að auka viðskipti á milli Norðurlandanna og gera hann meira aðlaðandi í augum erlendra fjárfesta," segir hann í tilkynningunni. Ætlunin er að íslensk fyrirtæki muni verða hluti af Norræna listanum í upphafi næsta árs og í kjölfarið muni sýnileiki þeirra aukast. Frá sama tíma mun íslenskum markaðsupplýsingum verða dreift með öðrum upplýsingum frá OMX og íslensk bréf verða hluti af OMX vísitölunum. Vísitölur fyrir íslensk bréf munu áfram endurspegla þróun á íslenska markaðnum. Einnig er búist við því að sameining auki hraða framþróunar á Virðisbrævamarkaði Føroya eða VMF, sem Kauphöll Íslands rekur. Nafni iSEC, hlutabréfamarkaðar Kauphallarinnar fyrir smá og millistór fyrirtæki, verður breytt og fær hann heitið First North. First North er annar stærsti evrópski hlutabréfamarkaðurinn fyrir smá og millistór fyrirtæki hvað fjölda fyrirtækja varðar. Afleiðumarkaður verður settur á stofn á næsta ári með afleiður á skráð bréf í Kauphöllinni. Markaðurinn verður starfræktur á svipaðan hátt og aðrir afleiðumarkaðir innan OMX, að því er segir í tilkynningunni. Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráning Íslands munu eftir sem áður lúta íslenskum lögum og eftirliti íslenskra yfirvalda. Kauphöll Íslands verður markaðssett undir merkjum OMX. Kaupin eru meðal annars háð áreiðanleikakönnun, undirritun samnings um sameiningu, samþykki eftirlitsstofnana og samþykki auka aðalfundar OMX.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira