Fjöldi erlendra starfsmanna Bónus tvöfaldast 11. september 2006 18:58 Starfsmannastjóri stærstu matvöruverslanakeðju landsins segist sjá fram á tvöföldun í ráðningu erlends starfsfólks í láglaunastörf á næstunni. Skortur á fólki er það mikill að núverandi starfsfólk fær 100 þúsund krónur ef það finnur fólk í lausar stöður. Skortur á starfsfólki í láglaunastörf í þjóðfélagsins hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Starfsmannastjórar margra fyrirtækja hafa svipaða sögu að segja: fólk fæst einfaldlega ekki í þessi störf. Og af þeim fáu sem sækja um setja sumir fram sérstakar kröfur, að sögn Svans Valgeirssonar, starfsmannastjóra Bónus. Hann segir þónokkra krefjast þess að fá helming launanna greiddan svart. Svanur segir það fólk á öllum aldri sem setji fram þessar kröfur, en eingöngu Íslendingar. Í tölum sem Hagstofan birti fyrir helgi kemur fram að fjöldi erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði nær þrefaldaðist á tímabilinu 1998 til 2005. Starfsfólki Bónus af erlendum uppruna mun fjölga á næstunni en þar starfa nú um 15 erlendir ríkisborgarar. Svanur segir að til standi að tvöfalda þann fjölda á næstu vikum og mánuðum. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund hefur verið starfrækt frá árinu 1922. Helga Jóhanna Karlsdóttir er starfsmannastjóri þessa elsta starfandi dvalarheimilis fyrir aldraða á Íslandi. Hún segir það ganga illa að fá fólk í laus störf um þessar mundir, og helst vanti sjúkraliða og fólk í umönnunarstörf. Um 10 manns vantar í hvorn hóp. Af um 300 starfsmönnum Grundar eru hátt í 50 af erlendum uppruna, og það frá 15 þjóðlöndum. Og meðalaldur starfsmanna virðist fara lækkandi, að sögn Helgu. Hjá Bónus hefur verið tekin upp nýbreytni við að fá fólk í láglaunastörfin: Þeir núverandi starfsmenn sem fá nýtt starfsfólk til liðs við fyrirtækið fá greiddar 100 þúsund krónur "á haus", ef starfsmaðurinn starfar í hálft ár eða lengur hjá fyrirtækinu. Fréttir Innlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Starfsmannastjóri stærstu matvöruverslanakeðju landsins segist sjá fram á tvöföldun í ráðningu erlends starfsfólks í láglaunastörf á næstunni. Skortur á fólki er það mikill að núverandi starfsfólk fær 100 þúsund krónur ef það finnur fólk í lausar stöður. Skortur á starfsfólki í láglaunastörf í þjóðfélagsins hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Starfsmannastjórar margra fyrirtækja hafa svipaða sögu að segja: fólk fæst einfaldlega ekki í þessi störf. Og af þeim fáu sem sækja um setja sumir fram sérstakar kröfur, að sögn Svans Valgeirssonar, starfsmannastjóra Bónus. Hann segir þónokkra krefjast þess að fá helming launanna greiddan svart. Svanur segir það fólk á öllum aldri sem setji fram þessar kröfur, en eingöngu Íslendingar. Í tölum sem Hagstofan birti fyrir helgi kemur fram að fjöldi erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði nær þrefaldaðist á tímabilinu 1998 til 2005. Starfsfólki Bónus af erlendum uppruna mun fjölga á næstunni en þar starfa nú um 15 erlendir ríkisborgarar. Svanur segir að til standi að tvöfalda þann fjölda á næstu vikum og mánuðum. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund hefur verið starfrækt frá árinu 1922. Helga Jóhanna Karlsdóttir er starfsmannastjóri þessa elsta starfandi dvalarheimilis fyrir aldraða á Íslandi. Hún segir það ganga illa að fá fólk í laus störf um þessar mundir, og helst vanti sjúkraliða og fólk í umönnunarstörf. Um 10 manns vantar í hvorn hóp. Af um 300 starfsmönnum Grundar eru hátt í 50 af erlendum uppruna, og það frá 15 þjóðlöndum. Og meðalaldur starfsmanna virðist fara lækkandi, að sögn Helgu. Hjá Bónus hefur verið tekin upp nýbreytni við að fá fólk í láglaunastörfin: Þeir núverandi starfsmenn sem fá nýtt starfsfólk til liðs við fyrirtækið fá greiddar 100 þúsund krónur "á haus", ef starfsmaðurinn starfar í hálft ár eða lengur hjá fyrirtækinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira