Fjöldi erlendra starfsmanna Bónus tvöfaldast 11. september 2006 18:58 Starfsmannastjóri stærstu matvöruverslanakeðju landsins segist sjá fram á tvöföldun í ráðningu erlends starfsfólks í láglaunastörf á næstunni. Skortur á fólki er það mikill að núverandi starfsfólk fær 100 þúsund krónur ef það finnur fólk í lausar stöður. Skortur á starfsfólki í láglaunastörf í þjóðfélagsins hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Starfsmannastjórar margra fyrirtækja hafa svipaða sögu að segja: fólk fæst einfaldlega ekki í þessi störf. Og af þeim fáu sem sækja um setja sumir fram sérstakar kröfur, að sögn Svans Valgeirssonar, starfsmannastjóra Bónus. Hann segir þónokkra krefjast þess að fá helming launanna greiddan svart. Svanur segir það fólk á öllum aldri sem setji fram þessar kröfur, en eingöngu Íslendingar. Í tölum sem Hagstofan birti fyrir helgi kemur fram að fjöldi erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði nær þrefaldaðist á tímabilinu 1998 til 2005. Starfsfólki Bónus af erlendum uppruna mun fjölga á næstunni en þar starfa nú um 15 erlendir ríkisborgarar. Svanur segir að til standi að tvöfalda þann fjölda á næstu vikum og mánuðum. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund hefur verið starfrækt frá árinu 1922. Helga Jóhanna Karlsdóttir er starfsmannastjóri þessa elsta starfandi dvalarheimilis fyrir aldraða á Íslandi. Hún segir það ganga illa að fá fólk í laus störf um þessar mundir, og helst vanti sjúkraliða og fólk í umönnunarstörf. Um 10 manns vantar í hvorn hóp. Af um 300 starfsmönnum Grundar eru hátt í 50 af erlendum uppruna, og það frá 15 þjóðlöndum. Og meðalaldur starfsmanna virðist fara lækkandi, að sögn Helgu. Hjá Bónus hefur verið tekin upp nýbreytni við að fá fólk í láglaunastörfin: Þeir núverandi starfsmenn sem fá nýtt starfsfólk til liðs við fyrirtækið fá greiddar 100 þúsund krónur "á haus", ef starfsmaðurinn starfar í hálft ár eða lengur hjá fyrirtækinu. Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Starfsmannastjóri stærstu matvöruverslanakeðju landsins segist sjá fram á tvöföldun í ráðningu erlends starfsfólks í láglaunastörf á næstunni. Skortur á fólki er það mikill að núverandi starfsfólk fær 100 þúsund krónur ef það finnur fólk í lausar stöður. Skortur á starfsfólki í láglaunastörf í þjóðfélagsins hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Starfsmannastjórar margra fyrirtækja hafa svipaða sögu að segja: fólk fæst einfaldlega ekki í þessi störf. Og af þeim fáu sem sækja um setja sumir fram sérstakar kröfur, að sögn Svans Valgeirssonar, starfsmannastjóra Bónus. Hann segir þónokkra krefjast þess að fá helming launanna greiddan svart. Svanur segir það fólk á öllum aldri sem setji fram þessar kröfur, en eingöngu Íslendingar. Í tölum sem Hagstofan birti fyrir helgi kemur fram að fjöldi erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði nær þrefaldaðist á tímabilinu 1998 til 2005. Starfsfólki Bónus af erlendum uppruna mun fjölga á næstunni en þar starfa nú um 15 erlendir ríkisborgarar. Svanur segir að til standi að tvöfalda þann fjölda á næstu vikum og mánuðum. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund hefur verið starfrækt frá árinu 1922. Helga Jóhanna Karlsdóttir er starfsmannastjóri þessa elsta starfandi dvalarheimilis fyrir aldraða á Íslandi. Hún segir það ganga illa að fá fólk í laus störf um þessar mundir, og helst vanti sjúkraliða og fólk í umönnunarstörf. Um 10 manns vantar í hvorn hóp. Af um 300 starfsmönnum Grundar eru hátt í 50 af erlendum uppruna, og það frá 15 þjóðlöndum. Og meðalaldur starfsmanna virðist fara lækkandi, að sögn Helgu. Hjá Bónus hefur verið tekin upp nýbreytni við að fá fólk í láglaunastörfin: Þeir núverandi starfsmenn sem fá nýtt starfsfólk til liðs við fyrirtækið fá greiddar 100 þúsund krónur "á haus", ef starfsmaðurinn starfar í hálft ár eða lengur hjá fyrirtækinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira