Viðskipti erlent

1,3 prósent verðbólga í Kína

Verðbólga hækkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða í Kína og mældist 1,3 prósent á ársgrundvelli í ágúst, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Greiningaraðilar segja bjuggust almennt við þessum niðurstöðum og segja verðbólguþróun í takt við væntingar.

Af einstökum flokkum í útreikningunum hækkaði húsnæðisliður mest eða um 2,3 prósent. Þá er hætta á að verð á raforku hækki í framtíðinni, að sögn greiningaraðila.

Þróunarbanki Asíu lækkaði hins vegar verðbólgutölur sínar fyrir Kína í endurskoðaðri spá sinni enda telur bankinn minni líkur nú en áður á því að verðhækkanir á eldsneyti og þjónustu hafi áhrif á verðbólgu landsins.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×