Kynferðisbrotamál klúðruðust vegna tregðu við að nota Barnahús 10. september 2006 19:07 Forstjóri Barnaverndarstofu segir að tvö nýleg mál sem vörðuðu kynferðisofbeldi gegn börnum hafi klúðrast vegna tregðu dómara við að nota Barnahús. Hann vill að allar skýrslur af börnum séu teknar í Barnahúsi, en segist tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var gestur Kristins Hrafnssonar í þættinum Pressan á NFS í dag. Þar ræddi hann meðal annars starfsemi Barnahúss en það hefur sinnt málefnum barna, sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi, frá árinu 1998. Í máli Braga kom fram að nýting Barnahúss við skýrslutöku á börnum sé algjörlega óásættanleg. Ófullnægjandi skýrslutaka af börnum, sem grunur lék á að hefðu verið misnotuð kynferðislega, hefði leitt til sýknu í að minnsta kosti hluta ákæruliða í tveimur tilvikum hið minnsta. Héraðsdómur Reykjavíkur átti í hlut í báðum tilvikunum sem Bragi nefnir og segir hann að dómstóllinn hafi brugðist við þessu með því að senda lögreglumenn á námskeið erlendis til að læra tækni við skýrslutöku á börnum. Bragi segist vissulega fagna aukinni þekkingu á þeim málum, en það að lögreglumennirnir hafi verið sendir á námskeiðið sé staðfesting á því að það sé engin fyrirætlan af hálfu dómstólsins að breyta hagan mála. Það sé ofar hans skilningi hvers vegna ekki sé vilji til að nýta þekkingu starfsfólks Barnahúss sem tekið hafi skýrslu af u.þ.b. 1200 börnum á síðustu átta árum. Bragi segist furða sig enn frekar á þessu í ljósi þess að Barnahús hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar og erlendir aðilar koma hingað til lands í stórum stíl til að læra af starfsfólki þess. Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Forstjóri Barnaverndarstofu segir að tvö nýleg mál sem vörðuðu kynferðisofbeldi gegn börnum hafi klúðrast vegna tregðu dómara við að nota Barnahús. Hann vill að allar skýrslur af börnum séu teknar í Barnahúsi, en segist tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var gestur Kristins Hrafnssonar í þættinum Pressan á NFS í dag. Þar ræddi hann meðal annars starfsemi Barnahúss en það hefur sinnt málefnum barna, sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi, frá árinu 1998. Í máli Braga kom fram að nýting Barnahúss við skýrslutöku á börnum sé algjörlega óásættanleg. Ófullnægjandi skýrslutaka af börnum, sem grunur lék á að hefðu verið misnotuð kynferðislega, hefði leitt til sýknu í að minnsta kosti hluta ákæruliða í tveimur tilvikum hið minnsta. Héraðsdómur Reykjavíkur átti í hlut í báðum tilvikunum sem Bragi nefnir og segir hann að dómstóllinn hafi brugðist við þessu með því að senda lögreglumenn á námskeið erlendis til að læra tækni við skýrslutöku á börnum. Bragi segist vissulega fagna aukinni þekkingu á þeim málum, en það að lögreglumennirnir hafi verið sendir á námskeiðið sé staðfesting á því að það sé engin fyrirætlan af hálfu dómstólsins að breyta hagan mála. Það sé ofar hans skilningi hvers vegna ekki sé vilji til að nýta þekkingu starfsfólks Barnahúss sem tekið hafi skýrslu af u.þ.b. 1200 börnum á síðustu átta árum. Bragi segist furða sig enn frekar á þessu í ljósi þess að Barnahús hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar og erlendir aðilar koma hingað til lands í stórum stíl til að læra af starfsfólki þess.
Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira