Stefnir í Suðurlandsskjálfta fyrir kosningar 8. september 2006 12:30 Það stefnir í nokkurs konar Suðurlandsskjálfta hjá Sjálfstæðismönnum í Suður- og Suðvesturkjördæmi þegar þingmenn og ráðherrar bítast um efstu sætin á framboðslistum til alþingiskosninga. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður flokksins, sækist eftir fyrsta sæti í Suðvesturkjördæmi, þar sem Árni Mathiesen fjármálaráðherra var áður. Sigríður Anna Þórðardóttir er annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og hyggst gefa kost á sér áfram en vill ekki tilgreina í hvaða sæti. Eftir að Gunnar Birgisson hætti á þingi er Bjarni Benediktsson orðinn þriðji þingmaður flokksins. Hann var í fimmta sæti á listanum fyrir síðustu alþingiskosningar og stefnir á að fikra sig upp á listanum. Aðspurður hvort hann ætlaði að berjast við Þorgerði Katrínu um toppsætið sagðist hann ekki hafa tekið neina ákvörðun. Gunnar Örlygsson sagði enn tvísýnt hvort hann fari fram eða ekki en ekki náðist í Sigurrós Þorgrímsdóttur. Í Suðurkjördæmi hefur Sjálfstæðisflokkurinn þrjú þingsæti en þegar hafa fjórir þingmenn gefið kost á sér í efstu sætin: Árni Mathiesen færir sig í kjördæmið úr Suðvesturkjördæmi og gefur kost á sér í fyrsta sætið. Drífa Hjartardóttir gefur áfram kost á sér í annað sæti listans og Guðjón Hjörleifsson býður sig fram í 2. til 3. sætið. Fjórði þingmaðurinn sem keppir um eitt af efstu sætunum er Kjartan Ólafsson en hann hefur ekki tilgreint nánar hvaða sæti hann sækist eftir. Kjördæmisráð ákveða hvort stillt verður upp á lista eða hvort haldið verði prófkjör. Kjördæmisráð Suðurkjördæmis fundar helgina 30. sept til 1.okt og kjördæmisráð Suðvesturkjördæmis tekur ákvörðun þann 4. október. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
Það stefnir í nokkurs konar Suðurlandsskjálfta hjá Sjálfstæðismönnum í Suður- og Suðvesturkjördæmi þegar þingmenn og ráðherrar bítast um efstu sætin á framboðslistum til alþingiskosninga. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður flokksins, sækist eftir fyrsta sæti í Suðvesturkjördæmi, þar sem Árni Mathiesen fjármálaráðherra var áður. Sigríður Anna Þórðardóttir er annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og hyggst gefa kost á sér áfram en vill ekki tilgreina í hvaða sæti. Eftir að Gunnar Birgisson hætti á þingi er Bjarni Benediktsson orðinn þriðji þingmaður flokksins. Hann var í fimmta sæti á listanum fyrir síðustu alþingiskosningar og stefnir á að fikra sig upp á listanum. Aðspurður hvort hann ætlaði að berjast við Þorgerði Katrínu um toppsætið sagðist hann ekki hafa tekið neina ákvörðun. Gunnar Örlygsson sagði enn tvísýnt hvort hann fari fram eða ekki en ekki náðist í Sigurrós Þorgrímsdóttur. Í Suðurkjördæmi hefur Sjálfstæðisflokkurinn þrjú þingsæti en þegar hafa fjórir þingmenn gefið kost á sér í efstu sætin: Árni Mathiesen færir sig í kjördæmið úr Suðvesturkjördæmi og gefur kost á sér í fyrsta sætið. Drífa Hjartardóttir gefur áfram kost á sér í annað sæti listans og Guðjón Hjörleifsson býður sig fram í 2. til 3. sætið. Fjórði þingmaðurinn sem keppir um eitt af efstu sætunum er Kjartan Ólafsson en hann hefur ekki tilgreint nánar hvaða sæti hann sækist eftir. Kjördæmisráð ákveða hvort stillt verður upp á lista eða hvort haldið verði prófkjör. Kjördæmisráð Suðurkjördæmis fundar helgina 30. sept til 1.okt og kjördæmisráð Suðvesturkjördæmis tekur ákvörðun þann 4. október.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira