Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri Japans.
Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri Japans. Mynd/AFP

Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 0,25 prósentum. Almennt var búist við þessari ákvörðun en stýrivextir í landinu voru hækkaði um 25 punkta í júlí eftir sex ára viðvarandi núllvaxtastefnu.

Í rökstuðningi bankastjórnarinnar segir að útreikningar bendi til að verðbólga hafi reynst minni en óttast var eða á bilinu 0,5 til 0,6 prósent.

Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir japönskum hagfræðingi að svo geti farið að Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri Japans, hækki stýrivexti síðar á árinu. Aðrir greiningaraðilar spá því hins vegar að ólíklegt sé að stýrivextir verði hækkaðir fyrr en snemma á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×