Þjóðarátak fyrir Magna 5. september 2006 19:19 Í kvöld er þrýst á um áframhaldandi þjóðarátak til að halda Magna Ásgeirssyni inni í harðvítugri lokabaráttu um að verða stjörnusöngvari rokksveitarinnar Supernova. Magni syngur frumsamið lag í kvöld ásamt bítlaslagaranum Back in the USSR en fékk slaka dóma í liðinni viku fyrir texta sem hann samdi við nýtt Súpernóvulag. Nú eru eftir fimm í Rockstar og með atkvæðagreiðslunni í nótt ræðst hver eða hverjir detta mögulega út aðra nótt. Samstillt átak íslendinga fyrir viku gerði það að verkum að Magni var aldrei í fallhættu - og nú er þjóðin hvött til að endurtaka leikinn. Svo mikið er í húfi fyrir þjóðarsálina að jafnvel erkiféndur í íslenskri samkeppnisbaráttu - síminn og Ogvodafone hafa nú stillt sína strengi saman og bjóða ódýra símkosningu fyrir Magna. Í kvöld syngur Magni tvö lög. Bítlalagið Back in the USSR og frumsamið lag við góðar undirtektir súpernóvaþremenningana, samkvæmt "lekum" frá áhorfendum í sal þegar þátturinn var tekinn upp. Í liðinni viku fengu keppendurnir fimm að spreyta sig á að skrifa ljóðatexta við nýtt lag frá Súpernóvu og bera undir Gilby Clarke. Á vefsjónvarpsupptökum frá viðbrögðunum má sjá að Gilby fannst framlag Magna óspennandi. Þjóðarátak í atkvæðagreiðslu hefur þó sýnt sig að virka. Illmögulegt er að geta sér til um hversu mörg atvkæði eru að berast í keppninni en fyrir viku var þó metkosning og nokkuð ljóst að íslensku atkvæðin hreyfðu mælanna. Alla síðustu þáttaröð Rockstar þar sem INXS leitaði að söngvara bárust 14 milljónir atkvæða á netinu. Þau eru væntanlega fleiri undir lok keppni en í upphafi - og í ár hefur verið uplýst að atkvæðamagnið er talsvert meira. Varlegt er því að áætla að heildaratkvæðin í nótt gætu skipt milljónum. Því er hvatt til þess að sem flestir kjósi og hver og einn oft til að skila „okkar" manni nægjanlegu atkvæðamagni. Rock Star Supernova Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
Í kvöld er þrýst á um áframhaldandi þjóðarátak til að halda Magna Ásgeirssyni inni í harðvítugri lokabaráttu um að verða stjörnusöngvari rokksveitarinnar Supernova. Magni syngur frumsamið lag í kvöld ásamt bítlaslagaranum Back in the USSR en fékk slaka dóma í liðinni viku fyrir texta sem hann samdi við nýtt Súpernóvulag. Nú eru eftir fimm í Rockstar og með atkvæðagreiðslunni í nótt ræðst hver eða hverjir detta mögulega út aðra nótt. Samstillt átak íslendinga fyrir viku gerði það að verkum að Magni var aldrei í fallhættu - og nú er þjóðin hvött til að endurtaka leikinn. Svo mikið er í húfi fyrir þjóðarsálina að jafnvel erkiféndur í íslenskri samkeppnisbaráttu - síminn og Ogvodafone hafa nú stillt sína strengi saman og bjóða ódýra símkosningu fyrir Magna. Í kvöld syngur Magni tvö lög. Bítlalagið Back in the USSR og frumsamið lag við góðar undirtektir súpernóvaþremenningana, samkvæmt "lekum" frá áhorfendum í sal þegar þátturinn var tekinn upp. Í liðinni viku fengu keppendurnir fimm að spreyta sig á að skrifa ljóðatexta við nýtt lag frá Súpernóvu og bera undir Gilby Clarke. Á vefsjónvarpsupptökum frá viðbrögðunum má sjá að Gilby fannst framlag Magna óspennandi. Þjóðarátak í atkvæðagreiðslu hefur þó sýnt sig að virka. Illmögulegt er að geta sér til um hversu mörg atvkæði eru að berast í keppninni en fyrir viku var þó metkosning og nokkuð ljóst að íslensku atkvæðin hreyfðu mælanna. Alla síðustu þáttaröð Rockstar þar sem INXS leitaði að söngvara bárust 14 milljónir atkvæða á netinu. Þau eru væntanlega fleiri undir lok keppni en í upphafi - og í ár hefur verið uplýst að atkvæðamagnið er talsvert meira. Varlegt er því að áætla að heildaratkvæðin í nótt gætu skipt milljónum. Því er hvatt til þess að sem flestir kjósi og hver og einn oft til að skila „okkar" manni nægjanlegu atkvæðamagni.
Rock Star Supernova Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira