Lög brotin svo hægt sé að standa við barnasáttmálann 1. september 2006 18:45 Skólayfirvöld í Reykjavík brjóta íslensk lög til að uppfylla barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Lögin eru brotin svo hægt sé að veita börnum fólks sem komið hefur til landsins í atvinnuleit skólavist. Átta börn á grunnskólaaldri frá Austur-Evrópu fá hins vegar ekki inni í grunnskólanum á Ísafirði vegna þess að þau eru án kennitölu og dvalarleyfis. Frá fyrsta maí síðastliðnum má fólk frá nýju ríkjum Evrópusambandsins koma hingað og leita sér að vinnu í allt að sex mánuði, án þess að hafa hér sérstakt leyfi. Á meðan er fólkið hvorki með lögheimili hér, né íslenska kennitölu, nema það hafi sérstaka evrópska tryggingu. Á Ísafirði, þar sem töluvert er af fólki frá Austur-Evrópuríkjum, eru nú í upphafi skólaárs, átta börn utan kerfis og fá ekki skólavist, jafnvel þó að sótt hafi verið um hana. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna kveður á um skýlausan rétt barna til að ganga í grunnskóla þar sem þau eiga lögheimili og lögspekingar sem fréttastofan hefur rætt við telja ljóst að rétturinn nái líka til barna sem ekki hafi lögheimili í því landi sem þau dveljast í. Börnin átta á Ísafirði hafa enn hvorki fengið kennitölu né dvalarleyfi og á meðan fá þau ekki skólavist samkvæmt íslenskum lögum, sem flest bendir til að séu brot á barnasáttmálanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa skólayfirvöld í Reykjavík þó ákveðið að brjóta íslensk lög og tekið við börnum sem ekki hafa kennitölu, að því gefnu að þau hafi læknisvottorð, sem er algjört skilyrði. Yfirleitt kemur kennitalan fljótlega og því aðeins farið framhjá lögunum í nokkrar vikur. Flest barna sem svona er ástatt fyrir hafa farið í Austurbæjarskóla og sem stendur standa engin grunnskólabörn af erlendum uppruna utan kerfisins í Reykjavík. Fréttir Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Skólayfirvöld í Reykjavík brjóta íslensk lög til að uppfylla barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Lögin eru brotin svo hægt sé að veita börnum fólks sem komið hefur til landsins í atvinnuleit skólavist. Átta börn á grunnskólaaldri frá Austur-Evrópu fá hins vegar ekki inni í grunnskólanum á Ísafirði vegna þess að þau eru án kennitölu og dvalarleyfis. Frá fyrsta maí síðastliðnum má fólk frá nýju ríkjum Evrópusambandsins koma hingað og leita sér að vinnu í allt að sex mánuði, án þess að hafa hér sérstakt leyfi. Á meðan er fólkið hvorki með lögheimili hér, né íslenska kennitölu, nema það hafi sérstaka evrópska tryggingu. Á Ísafirði, þar sem töluvert er af fólki frá Austur-Evrópuríkjum, eru nú í upphafi skólaárs, átta börn utan kerfis og fá ekki skólavist, jafnvel þó að sótt hafi verið um hana. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna kveður á um skýlausan rétt barna til að ganga í grunnskóla þar sem þau eiga lögheimili og lögspekingar sem fréttastofan hefur rætt við telja ljóst að rétturinn nái líka til barna sem ekki hafi lögheimili í því landi sem þau dveljast í. Börnin átta á Ísafirði hafa enn hvorki fengið kennitölu né dvalarleyfi og á meðan fá þau ekki skólavist samkvæmt íslenskum lögum, sem flest bendir til að séu brot á barnasáttmálanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa skólayfirvöld í Reykjavík þó ákveðið að brjóta íslensk lög og tekið við börnum sem ekki hafa kennitölu, að því gefnu að þau hafi læknisvottorð, sem er algjört skilyrði. Yfirleitt kemur kennitalan fljótlega og því aðeins farið framhjá lögunum í nokkrar vikur. Flest barna sem svona er ástatt fyrir hafa farið í Austurbæjarskóla og sem stendur standa engin grunnskólabörn af erlendum uppruna utan kerfisins í Reykjavík.
Fréttir Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira