Útlit fyrir harða og spennandi prófkjörsbaráttu 31. ágúst 2006 12:00 MYND/Pjetur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Útlit er fyrir harða prófkjörsbaráttu, en að öllum líkindum sækjast flestir núverandi þingmenn flokksins í Reykjavík eftir endurkjöri. Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur kom saman í gær þar sem ákveðið var að halda stuðningsmannaprófkjör þann 11. nóvember fyrir þingkosningar næsta voru. Með stuðningsmannaprófkjöri er átt við prófkjör þar sem fólk þarf að rita undir stuðningsyfirlýsingu við flokkinn til að geta verið með. Um sameiginlegt prófkjör er að ræða þannig að sá sem sigrar í því velur sér forystusæti í öðru hvoru kjördæminu og sá sem verður annar í prökjörinu verður forystumaður í hinu kjördæminu og þannig koll af kolli. Framboðsfrestur er til 21. október og útlit er fyrir að allir átta þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sækist eftir endurkjöri. Þeir eru Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Helgi Hjörvar í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Mörður Árnason og Ágúst Ólafur Ágússon í Reykjavík suður. Ingibjörg Sólrún, formaður flokksins, sækist eftir fyrsta sætinu og Ágúst Ólafur, varaformaður, segist stefna ofarlega á listann án þess að gefa upp tiltekið sæti. Ásta Ragnheiður segist stefna á fjórða sætið og þá hyggjast Helgi Hjörvar og Guðrún Ögmundsdóttir einnig gefa kost á sér áfram. Mörður Árnason segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram aftur en hann eigi heldur von á því að hann haldi áfram. Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson og Jóhönnu Sigurðardóttur, núverandi forystumenn Samfylkingarinnar í kjördæminu, í morgun en engar fregnir hafa borist úr þeirra herbúðum að þau séu á förum. Þá liggur nú þegar fyrir eitt framboð utan þings, framboð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fyrrverandi borgarstjóra, en hún stefnir á fjórða sætið í prófkjörinu. Þá segist Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi vera að íhuga hvort hann eigi að gefa kost á sér en segir nægan tíma til stefnu. Fundurinn í gær var sá fyrsti hjá Samfylkingunni þar sem fyrirkomulag framboðsmála var ákveðið en fundir hjá kjördæmaráðum í öðrum kjördæmum verða á næstu vikum, sá síðasti þann 17. september í Suðurkjördæmi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Útlit er fyrir harða prófkjörsbaráttu, en að öllum líkindum sækjast flestir núverandi þingmenn flokksins í Reykjavík eftir endurkjöri. Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur kom saman í gær þar sem ákveðið var að halda stuðningsmannaprófkjör þann 11. nóvember fyrir þingkosningar næsta voru. Með stuðningsmannaprófkjöri er átt við prófkjör þar sem fólk þarf að rita undir stuðningsyfirlýsingu við flokkinn til að geta verið með. Um sameiginlegt prófkjör er að ræða þannig að sá sem sigrar í því velur sér forystusæti í öðru hvoru kjördæminu og sá sem verður annar í prökjörinu verður forystumaður í hinu kjördæminu og þannig koll af kolli. Framboðsfrestur er til 21. október og útlit er fyrir að allir átta þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sækist eftir endurkjöri. Þeir eru Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Helgi Hjörvar í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Mörður Árnason og Ágúst Ólafur Ágússon í Reykjavík suður. Ingibjörg Sólrún, formaður flokksins, sækist eftir fyrsta sætinu og Ágúst Ólafur, varaformaður, segist stefna ofarlega á listann án þess að gefa upp tiltekið sæti. Ásta Ragnheiður segist stefna á fjórða sætið og þá hyggjast Helgi Hjörvar og Guðrún Ögmundsdóttir einnig gefa kost á sér áfram. Mörður Árnason segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram aftur en hann eigi heldur von á því að hann haldi áfram. Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson og Jóhönnu Sigurðardóttur, núverandi forystumenn Samfylkingarinnar í kjördæminu, í morgun en engar fregnir hafa borist úr þeirra herbúðum að þau séu á förum. Þá liggur nú þegar fyrir eitt framboð utan þings, framboð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fyrrverandi borgarstjóra, en hún stefnir á fjórða sætið í prófkjörinu. Þá segist Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi vera að íhuga hvort hann eigi að gefa kost á sér en segir nægan tíma til stefnu. Fundurinn í gær var sá fyrsti hjá Samfylkingunni þar sem fyrirkomulag framboðsmála var ákveðið en fundir hjá kjördæmaráðum í öðrum kjördæmum verða á næstu vikum, sá síðasti þann 17. september í Suðurkjördæmi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent