Dvalarleyfi metinn eftir aðstæðum 30. ágúst 2006 22:19 Mynd/Stefán Karlsson Útlendingastofnun segir að útlendingum sé ekki vísað úr landi meti stofnunin að viðkomandi falli undir lagabókstaf sem kveður á um að útlendingar geti fengið dvalarleyfi vegna tengsla við landið eða á grundvelli mannúðarsjónarmiða Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga nr. 96/2002 má veita útlendingi dvalarleyfi, þótt skilyrðum sé annars ekki fullnægt, ef rík mannúðarsjónarmið standa til þess eða vegna sérstakra tengsla útlendingsins við landið. Útlendingastofnun segir ákvæðið almennt og benda á að það taki ekki til fyrirfram ákveðinna hópa þótt því sé oftast beitt við afgreiðslu hælismála. Ákvæðið getur sem sagt átt við í tilvikum, þar sem einstaklingi hefur verið synjað um dvalarleyfi en aðstæður eru með þeim hætti að beiting þessa á við, þar sem almennt orðalag ákvæðisins veitir svigrúm til að víkja frá skilyrðum útlendingalaga. Notast hefur verið við þetta ákvæði við sérstakar aðstæður og dvalarleyfi gefið út, þegar til dæmis útlendingur sem hefur verið búsettur hér á landi til lengri tíma á í hlut, þegar skyndileg alvarleg veikindi aðstandenda koma upp eða vegna annarra ófyrirsjáanlegra atvika sem leiða til að útgáfa dvalarleyfis telst neyðsynleg á grundvelli tengsla eða mannúðar. Sem dæmi má taka að þegar um útlending sem kemur til Íslands á grundvelli hjúskapar ræðir fær hann dvalarleyfi sitt af hjúskapnum. Ef viðkomandi skilur svo við maka sinn vegna heimilisofbeldis, geta aðstæður leitt af sér að stjórnvöld skoði hvort viðkomandi fái dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Grundvallarforsendan fyrir að hægt sé að beit þessum lagabókstaf er að málavextir séu kynntir Útlendingastofnun. Útlendingastofnun bendir á að ef ekki berist nægilegar upplýsingar sé ekki hægt að taka tillit til sérstakra aðstæðna við afgreiðslu slíkru mála. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hljóp á sig Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Útlendingastofnun segir að útlendingum sé ekki vísað úr landi meti stofnunin að viðkomandi falli undir lagabókstaf sem kveður á um að útlendingar geti fengið dvalarleyfi vegna tengsla við landið eða á grundvelli mannúðarsjónarmiða Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga nr. 96/2002 má veita útlendingi dvalarleyfi, þótt skilyrðum sé annars ekki fullnægt, ef rík mannúðarsjónarmið standa til þess eða vegna sérstakra tengsla útlendingsins við landið. Útlendingastofnun segir ákvæðið almennt og benda á að það taki ekki til fyrirfram ákveðinna hópa þótt því sé oftast beitt við afgreiðslu hælismála. Ákvæðið getur sem sagt átt við í tilvikum, þar sem einstaklingi hefur verið synjað um dvalarleyfi en aðstæður eru með þeim hætti að beiting þessa á við, þar sem almennt orðalag ákvæðisins veitir svigrúm til að víkja frá skilyrðum útlendingalaga. Notast hefur verið við þetta ákvæði við sérstakar aðstæður og dvalarleyfi gefið út, þegar til dæmis útlendingur sem hefur verið búsettur hér á landi til lengri tíma á í hlut, þegar skyndileg alvarleg veikindi aðstandenda koma upp eða vegna annarra ófyrirsjáanlegra atvika sem leiða til að útgáfa dvalarleyfis telst neyðsynleg á grundvelli tengsla eða mannúðar. Sem dæmi má taka að þegar um útlending sem kemur til Íslands á grundvelli hjúskapar ræðir fær hann dvalarleyfi sitt af hjúskapnum. Ef viðkomandi skilur svo við maka sinn vegna heimilisofbeldis, geta aðstæður leitt af sér að stjórnvöld skoði hvort viðkomandi fái dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Grundvallarforsendan fyrir að hægt sé að beit þessum lagabókstaf er að málavextir séu kynntir Útlendingastofnun. Útlendingastofnun bendir á að ef ekki berist nægilegar upplýsingar sé ekki hægt að taka tillit til sérstakra aðstæðna við afgreiðslu slíkru mála.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hljóp á sig Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira