Valgerður segir Samfylkinguna vera að losa sig frá ábyrgð 30. ágúst 2006 18:12 Mynd/Gunnar V. Andrésson Valgerður Sverrisdóttir segir stjórnarandstöðuna standa að upphlaupi vegna greinagerðar Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun. Hún segir Samfylkinguna hafa beðið eftir tækifæri til að losa sig frá ábyrgð í málinu. Greinagerð Gríms og meðhöndlun hennar er meðal þess sem er til umræðu á fundi iðnaðarnefndar í dag. Iðnaðarnefnd fundar nú um málefni Kárahnjúka og hafði minnihlutinn í nefndinni farið fram á það við formanninn að Valgerður yrði boðuð á fundinn. Ekki er vitað að svo stöddu hvort Valgerður er á fundinum en hún hefur verið harkalega gagnrýnd að undanförnu fyrir að leyna athugasemdum Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings fyrir Alþingi. Athugasemdirnar samdi Grímur þegar hann lá heima veikur í febrúar 2002. Hann sendi síðan Þorkatli Helgasyni orkumálastjóra athugasemdirnar sem fljótlega hafði samband við Landsvirkjun vegna þeirra. Skömmu síðar var haldinn fundur hjá Landsvirkjun þar sem sérfræðingar Landsvirkjunar fóru yfir athugasemdir Gríms og svöruðu þeim. Athugasemdirnar og svör sérfræðinganna voru ekki send til Valgerðar Sverrisdóttur til umfjöllunar fyrr en síðar en fundað var um málið innan iðnaðarráðuneytisins. Í pistli á heimasíðu sinni, Valgerdur.is staðfestir Valgerður þetta. Orðrétt segir Valgerður: Mér finnst það hins vegar ekki skipta höfuðmáli í þessu samhengi þar sem ég var iðnaðarráðherra á þessum tíma og skorast ekki undan þeirri ábyrgð sem því embætti fylgir. Auk þess er ég algjörlega þeirrar skoðunar að meðferð málsins hafi verið rétt og að mat embættismanna og sérfræðinga á athugasemdunum hafi verið eðlilegt og sanngjarnt. Valgerður segir stjórnarandstöðuna standa að því upphlaupi sem einkennt hefur umræðuna síðustu daga og spyr hvernig á því standi þar sem athugasemdir Gríms hafi verið upp á borðinu í rúm þrjú ár. Hún segir formann vinstri grænna augljóslega hafa metið málið svo á sínum tíma að málsmeðferð þess hafi ekki verið óeðlileg enda hafi hann ekki séð ástæðu til að ræða það fyrr. Þá gagnrýnir hún Samfylkinguna fyrir að hafa ekki tekið málið til efnislegrar umræðu á Alþingi þar sem þeir hafi haft athugasemdir Gríms undir höndum í tæp fjögur ár. Að lokum segir Valgerður að Samfylkingin sé búin að vera að bíða eftir tækifæri til þess að losa sig frá ábyrgð málsins, þrátt fyrir að meirihluti þingflokksins hafi stutt frumvarpið á sínum tíma. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir segir stjórnarandstöðuna standa að upphlaupi vegna greinagerðar Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun. Hún segir Samfylkinguna hafa beðið eftir tækifæri til að losa sig frá ábyrgð í málinu. Greinagerð Gríms og meðhöndlun hennar er meðal þess sem er til umræðu á fundi iðnaðarnefndar í dag. Iðnaðarnefnd fundar nú um málefni Kárahnjúka og hafði minnihlutinn í nefndinni farið fram á það við formanninn að Valgerður yrði boðuð á fundinn. Ekki er vitað að svo stöddu hvort Valgerður er á fundinum en hún hefur verið harkalega gagnrýnd að undanförnu fyrir að leyna athugasemdum Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings fyrir Alþingi. Athugasemdirnar samdi Grímur þegar hann lá heima veikur í febrúar 2002. Hann sendi síðan Þorkatli Helgasyni orkumálastjóra athugasemdirnar sem fljótlega hafði samband við Landsvirkjun vegna þeirra. Skömmu síðar var haldinn fundur hjá Landsvirkjun þar sem sérfræðingar Landsvirkjunar fóru yfir athugasemdir Gríms og svöruðu þeim. Athugasemdirnar og svör sérfræðinganna voru ekki send til Valgerðar Sverrisdóttur til umfjöllunar fyrr en síðar en fundað var um málið innan iðnaðarráðuneytisins. Í pistli á heimasíðu sinni, Valgerdur.is staðfestir Valgerður þetta. Orðrétt segir Valgerður: Mér finnst það hins vegar ekki skipta höfuðmáli í þessu samhengi þar sem ég var iðnaðarráðherra á þessum tíma og skorast ekki undan þeirri ábyrgð sem því embætti fylgir. Auk þess er ég algjörlega þeirrar skoðunar að meðferð málsins hafi verið rétt og að mat embættismanna og sérfræðinga á athugasemdunum hafi verið eðlilegt og sanngjarnt. Valgerður segir stjórnarandstöðuna standa að því upphlaupi sem einkennt hefur umræðuna síðustu daga og spyr hvernig á því standi þar sem athugasemdir Gríms hafi verið upp á borðinu í rúm þrjú ár. Hún segir formann vinstri grænna augljóslega hafa metið málið svo á sínum tíma að málsmeðferð þess hafi ekki verið óeðlileg enda hafi hann ekki séð ástæðu til að ræða það fyrr. Þá gagnrýnir hún Samfylkinguna fyrir að hafa ekki tekið málið til efnislegrar umræðu á Alþingi þar sem þeir hafi haft athugasemdir Gríms undir höndum í tæp fjögur ár. Að lokum segir Valgerður að Samfylkingin sé búin að vera að bíða eftir tækifæri til þess að losa sig frá ábyrgð málsins, þrátt fyrir að meirihluti þingflokksins hafi stutt frumvarpið á sínum tíma.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Sjá meira