Valgerður segir Samfylkinguna vera að losa sig frá ábyrgð 30. ágúst 2006 18:12 Mynd/Gunnar V. Andrésson Valgerður Sverrisdóttir segir stjórnarandstöðuna standa að upphlaupi vegna greinagerðar Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun. Hún segir Samfylkinguna hafa beðið eftir tækifæri til að losa sig frá ábyrgð í málinu. Greinagerð Gríms og meðhöndlun hennar er meðal þess sem er til umræðu á fundi iðnaðarnefndar í dag. Iðnaðarnefnd fundar nú um málefni Kárahnjúka og hafði minnihlutinn í nefndinni farið fram á það við formanninn að Valgerður yrði boðuð á fundinn. Ekki er vitað að svo stöddu hvort Valgerður er á fundinum en hún hefur verið harkalega gagnrýnd að undanförnu fyrir að leyna athugasemdum Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings fyrir Alþingi. Athugasemdirnar samdi Grímur þegar hann lá heima veikur í febrúar 2002. Hann sendi síðan Þorkatli Helgasyni orkumálastjóra athugasemdirnar sem fljótlega hafði samband við Landsvirkjun vegna þeirra. Skömmu síðar var haldinn fundur hjá Landsvirkjun þar sem sérfræðingar Landsvirkjunar fóru yfir athugasemdir Gríms og svöruðu þeim. Athugasemdirnar og svör sérfræðinganna voru ekki send til Valgerðar Sverrisdóttur til umfjöllunar fyrr en síðar en fundað var um málið innan iðnaðarráðuneytisins. Í pistli á heimasíðu sinni, Valgerdur.is staðfestir Valgerður þetta. Orðrétt segir Valgerður: Mér finnst það hins vegar ekki skipta höfuðmáli í þessu samhengi þar sem ég var iðnaðarráðherra á þessum tíma og skorast ekki undan þeirri ábyrgð sem því embætti fylgir. Auk þess er ég algjörlega þeirrar skoðunar að meðferð málsins hafi verið rétt og að mat embættismanna og sérfræðinga á athugasemdunum hafi verið eðlilegt og sanngjarnt. Valgerður segir stjórnarandstöðuna standa að því upphlaupi sem einkennt hefur umræðuna síðustu daga og spyr hvernig á því standi þar sem athugasemdir Gríms hafi verið upp á borðinu í rúm þrjú ár. Hún segir formann vinstri grænna augljóslega hafa metið málið svo á sínum tíma að málsmeðferð þess hafi ekki verið óeðlileg enda hafi hann ekki séð ástæðu til að ræða það fyrr. Þá gagnrýnir hún Samfylkinguna fyrir að hafa ekki tekið málið til efnislegrar umræðu á Alþingi þar sem þeir hafi haft athugasemdir Gríms undir höndum í tæp fjögur ár. Að lokum segir Valgerður að Samfylkingin sé búin að vera að bíða eftir tækifæri til þess að losa sig frá ábyrgð málsins, þrátt fyrir að meirihluti þingflokksins hafi stutt frumvarpið á sínum tíma. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir segir stjórnarandstöðuna standa að upphlaupi vegna greinagerðar Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun. Hún segir Samfylkinguna hafa beðið eftir tækifæri til að losa sig frá ábyrgð í málinu. Greinagerð Gríms og meðhöndlun hennar er meðal þess sem er til umræðu á fundi iðnaðarnefndar í dag. Iðnaðarnefnd fundar nú um málefni Kárahnjúka og hafði minnihlutinn í nefndinni farið fram á það við formanninn að Valgerður yrði boðuð á fundinn. Ekki er vitað að svo stöddu hvort Valgerður er á fundinum en hún hefur verið harkalega gagnrýnd að undanförnu fyrir að leyna athugasemdum Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings fyrir Alþingi. Athugasemdirnar samdi Grímur þegar hann lá heima veikur í febrúar 2002. Hann sendi síðan Þorkatli Helgasyni orkumálastjóra athugasemdirnar sem fljótlega hafði samband við Landsvirkjun vegna þeirra. Skömmu síðar var haldinn fundur hjá Landsvirkjun þar sem sérfræðingar Landsvirkjunar fóru yfir athugasemdir Gríms og svöruðu þeim. Athugasemdirnar og svör sérfræðinganna voru ekki send til Valgerðar Sverrisdóttur til umfjöllunar fyrr en síðar en fundað var um málið innan iðnaðarráðuneytisins. Í pistli á heimasíðu sinni, Valgerdur.is staðfestir Valgerður þetta. Orðrétt segir Valgerður: Mér finnst það hins vegar ekki skipta höfuðmáli í þessu samhengi þar sem ég var iðnaðarráðherra á þessum tíma og skorast ekki undan þeirri ábyrgð sem því embætti fylgir. Auk þess er ég algjörlega þeirrar skoðunar að meðferð málsins hafi verið rétt og að mat embættismanna og sérfræðinga á athugasemdunum hafi verið eðlilegt og sanngjarnt. Valgerður segir stjórnarandstöðuna standa að því upphlaupi sem einkennt hefur umræðuna síðustu daga og spyr hvernig á því standi þar sem athugasemdir Gríms hafi verið upp á borðinu í rúm þrjú ár. Hún segir formann vinstri grænna augljóslega hafa metið málið svo á sínum tíma að málsmeðferð þess hafi ekki verið óeðlileg enda hafi hann ekki séð ástæðu til að ræða það fyrr. Þá gagnrýnir hún Samfylkinguna fyrir að hafa ekki tekið málið til efnislegrar umræðu á Alþingi þar sem þeir hafi haft athugasemdir Gríms undir höndum í tæp fjögur ár. Að lokum segir Valgerður að Samfylkingin sé búin að vera að bíða eftir tækifæri til þess að losa sig frá ábyrgð málsins, þrátt fyrir að meirihluti þingflokksins hafi stutt frumvarpið á sínum tíma.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira