Viðskipti erlent

Olíuverð hækkaði lítillega

Olíuborpallur.
Olíuborpallur. Mynd/AFP

Olíuverð hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag og fór yfir 70 bandaríkjadali á tunnu á ný eftir snarpar lækkanir síðustu tvo daga. Vikulegar upplýsingar um olíubirgðir í Bandaríkjunum verða birtar í dag og bíða fjárfestar eftir þeim.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í október, hækkaði um 49 sent í rafrænum viðskiptum í Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í morgun og fór í 70,20 dali á tunnu. Þá hækkaði verð á Norðursjávarolíu, sem afhent verður á sama tíma, um 57 sent á ICE Futures markaðnum í Lundúnum í Bretlandi og fór í 70,43 dali á tunnu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×