Fréttmenn Fox látnir lausir 27. ágúst 2006 13:13 Mynd/AP Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn Ekkert heyrðist frá mannræningjunum fyrr en í miðri síðustu viku. Þar til þá var ekkert vitað um afdrif fréttamannsins Steve Centanni frá Bandaríkjunum og myndatökumannsins Olaf Wiig frá Nýja Sjálandi. Myndband var síðan birt á miðvikudaginn þar sem mátti sjá að mennirnir voru ekki illa haldnir. Þá kom í ljós að þeir voru í haldi áður óþekktra samtaka herskárra Palestínumanna sem kölluðu sig Stórfylkingu heilags stríðs. Með því fyldu skilaboð frá samtökunum þar sem Bandaríkjamönnum var gefinn þriggja sólahringa frestur til að láta lausa þá múslima sem þeir hafi í haldi víðsvegar um heim. Ekki var gefið upp hvað mönnunum yrði gert ef ekki yrði gengið að kröfum mannræningjanna. Fresturinn rann út í gærmorgun og engir múslimar látnir lausir úr haldi. Það var svo snemma í morgun sem annað myndband með mönnunum var birt og því ljóst að þeim hafði ekki verið gert mein. Þar sögðust þeir hafa tekið upp íslamstrú. Þeir lásu það af blaði. Þá gagnrýndu þeir aðgerðir vesturveldanna í Írak og Afganistan. Á þeim tíma sem mennirnir voru í haldi reyndu fulltrúar heimastjórnar Palestínumanna hvað þeir gátu til að tryggja lausn mannanna og bar það loks árangur í morgun því þeir voru látnir lausir nokkrum klukkustundum eftir að seinna myndbandið var birt. Þeim var ekið að hóteli í Gaza-borg í morgun og voru þeir fegnir frelsinu. Erlent Fréttir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn Ekkert heyrðist frá mannræningjunum fyrr en í miðri síðustu viku. Þar til þá var ekkert vitað um afdrif fréttamannsins Steve Centanni frá Bandaríkjunum og myndatökumannsins Olaf Wiig frá Nýja Sjálandi. Myndband var síðan birt á miðvikudaginn þar sem mátti sjá að mennirnir voru ekki illa haldnir. Þá kom í ljós að þeir voru í haldi áður óþekktra samtaka herskárra Palestínumanna sem kölluðu sig Stórfylkingu heilags stríðs. Með því fyldu skilaboð frá samtökunum þar sem Bandaríkjamönnum var gefinn þriggja sólahringa frestur til að láta lausa þá múslima sem þeir hafi í haldi víðsvegar um heim. Ekki var gefið upp hvað mönnunum yrði gert ef ekki yrði gengið að kröfum mannræningjanna. Fresturinn rann út í gærmorgun og engir múslimar látnir lausir úr haldi. Það var svo snemma í morgun sem annað myndband með mönnunum var birt og því ljóst að þeim hafði ekki verið gert mein. Þar sögðust þeir hafa tekið upp íslamstrú. Þeir lásu það af blaði. Þá gagnrýndu þeir aðgerðir vesturveldanna í Írak og Afganistan. Á þeim tíma sem mennirnir voru í haldi reyndu fulltrúar heimastjórnar Palestínumanna hvað þeir gátu til að tryggja lausn mannanna og bar það loks árangur í morgun því þeir voru látnir lausir nokkrum klukkustundum eftir að seinna myndbandið var birt. Þeim var ekið að hóteli í Gaza-borg í morgun og voru þeir fegnir frelsinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira