Landlæknir á leið til Malaví 25. ágúst 2006 22:54 Sigurður Guðmundsson, landlæknir. Hjónin Sigurður Guðmundsson landlæknir og Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, leggja í ferð til Afríkuríkisins Malaví á næstu vikum til að stýra uppbyggingu heilbrigðisþjónustu þar í landi. Landlæknir segir hjálpar þörf enda ungbarnadauði mikill í landinu og fæstir Malavar lifi fram yfir 36 ára afmælisdag sinn. Þau Sigurður og Sigríður halda til hjálparstarfa í Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í október. Áætlan er að þau dvelji þar í eitt ár. Stofnunin hefur veitt fé og tæknilega aðstoð við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Monkey Bay svæðinu í Malaví síðan árið 2000. Sigurður og Sigríður munu taka að sér verkefnastjórn á svæðinu. Sigurður segir verkefnið þríþætt og unnið í samvinnu við malavísk stjórnvöld og heilbrigðisstarfsfólk. Í fyrsta lagi munu þau sjá um uppbyggingu heilsugæslu og sjúkrahúss, einnig tryggja fræðslu sem verði eftir í landi og áframhaldandi rannsóknarvinnu og rannsóknarsamstarf Íslands og Malaví. Sigurður segir vandamáli sem heilbrigðisstarfsmenn í Malaví standi frammi fyrir langt frá þeim vandamálum sem sé að glíma við á Íslandi í dag. Í Malaví verði krabbamein eða kransæðastífla ekki nokkrum að aldurtila því meðalaldurinn sé 36 ár hjá bæði konum og körlum. Algengustu dánarorsakir séu kólera og aðrar niðurgangspestir, alnæmi, malaría, vannæring og lungnabólga. Sigurður segir ungbarnadauða mikinn, hundrað börn af hverjum þúsund lifandi fæddum deyji sem sé þrjátíu til fjörutíu sinnum hærra hlutfall en hér á landi. Sigurðu segir þau hjónin þegar hafa verið búin að ákveða að taka árs námsleyfi í Bandaríkjunum. Ferð þeirra til Malaví, Sambíu og Úganda fyrr á þessu ári hafi hins vegar breytt því. Þau hafi orðið fyrir miklum áhrif og ákveðið að slá til. Annað hefði ekki komið til greina. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir ráðuneyti sitt koma að málinu að þvi leyti að Sigurður og Sigríður starfi á vegum þess. Ráðuneytið hafi ákveðið að veita þeim leyfi til starfans í eitt ár. Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Hjónin Sigurður Guðmundsson landlæknir og Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, leggja í ferð til Afríkuríkisins Malaví á næstu vikum til að stýra uppbyggingu heilbrigðisþjónustu þar í landi. Landlæknir segir hjálpar þörf enda ungbarnadauði mikill í landinu og fæstir Malavar lifi fram yfir 36 ára afmælisdag sinn. Þau Sigurður og Sigríður halda til hjálparstarfa í Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í október. Áætlan er að þau dvelji þar í eitt ár. Stofnunin hefur veitt fé og tæknilega aðstoð við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Monkey Bay svæðinu í Malaví síðan árið 2000. Sigurður og Sigríður munu taka að sér verkefnastjórn á svæðinu. Sigurður segir verkefnið þríþætt og unnið í samvinnu við malavísk stjórnvöld og heilbrigðisstarfsfólk. Í fyrsta lagi munu þau sjá um uppbyggingu heilsugæslu og sjúkrahúss, einnig tryggja fræðslu sem verði eftir í landi og áframhaldandi rannsóknarvinnu og rannsóknarsamstarf Íslands og Malaví. Sigurður segir vandamáli sem heilbrigðisstarfsmenn í Malaví standi frammi fyrir langt frá þeim vandamálum sem sé að glíma við á Íslandi í dag. Í Malaví verði krabbamein eða kransæðastífla ekki nokkrum að aldurtila því meðalaldurinn sé 36 ár hjá bæði konum og körlum. Algengustu dánarorsakir séu kólera og aðrar niðurgangspestir, alnæmi, malaría, vannæring og lungnabólga. Sigurður segir ungbarnadauða mikinn, hundrað börn af hverjum þúsund lifandi fæddum deyji sem sé þrjátíu til fjörutíu sinnum hærra hlutfall en hér á landi. Sigurðu segir þau hjónin þegar hafa verið búin að ákveða að taka árs námsleyfi í Bandaríkjunum. Ferð þeirra til Malaví, Sambíu og Úganda fyrr á þessu ári hafi hins vegar breytt því. Þau hafi orðið fyrir miklum áhrif og ákveðið að slá til. Annað hefði ekki komið til greina. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir ráðuneyti sitt koma að málinu að þvi leyti að Sigurður og Sigríður starfi á vegum þess. Ráðuneytið hafi ákveðið að veita þeim leyfi til starfans í eitt ár.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira