Ætlar ekki að breyta neinu 24. ágúst 2006 19:05 Abraham Shwaiki, sem vísað var frá Ísrael í gær, ætlar ekki að gera neinar breytingar á vegabréfi sínu þó að flugvallaryfirvöld í Tel Aviv hafi gert athugasemdir og sagt það falsað. Utanríkisráðuneytið kannar nú ástæðu þess að það var stimplað ógilt og hvort líklegt sé að Abraham fái jafn kaldar viðtökur og í gær þegar hann kemur næst til landsins. Abraham kom til fundar í utanríkisráðuneytinu í dag ásamt eiginkonu sinni, Díönu Allansdóttur og Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins Ísland Palestína. Þar var rædd móttakan sem hann fékk á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv í gærkvöldi og sú staðreynd að yfirvöld og lögregla fullyrtu að vegabréf hans væri falsað og það því stimplað ógilt. Athugasemd var gerð við það að nafn hans er skráð Abraham en var Ibrahim. Því var breytt þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt en Abraham hefur verið búsettur hér síðan árið 1990. Auk þess voru fettir fingur út í að fæðingarstaður væri tilgreindur Jerúsalem en ekki Ísrael. Abraham er fæddur á palestínsku landsvæði en þar sem Palestína er ekki viðurkennt ríki fékk hann það í gegn að skrá Jerúsalem sem fæðingarstað. Við komuna til Tel Aviv var Abraham fyrst færður í herbergi á flugvellinum og látinn sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver væri ástæðan. Eftir buðust yfirvöld til að aka honum á hótel. Hann þáði það en var þá ekið á lögreglustöð þar sem hann var læstur inni í sjö klukkustundir. Abraham segir að honum hafi brugðið vegna aðgerða ísraelskra yfirvalda. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Utanríkisráðuneytið hefur nú sent ísraelskum stjórnvöldum bréf þar sem spurt er hvers vegna Abraham hafi verið vísað úr landi og jafnfram hvort líkur séu á að það verði gert aftur. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir ekkert varðandi meðferðina á vegabréfinu sem gefi til kynna að það gagnist ekki næst þegar Abraham fari til Ísraels en sjálfur efast Abraham um að honum verði hleypt aftur inn í landi með það. Abraham er mjög þakkláttur íslenska utanríkisráðuneytinu fyrir þá aðstoð sem starfsmenn þess hafa veitt. Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Abraham Shwaiki, sem vísað var frá Ísrael í gær, ætlar ekki að gera neinar breytingar á vegabréfi sínu þó að flugvallaryfirvöld í Tel Aviv hafi gert athugasemdir og sagt það falsað. Utanríkisráðuneytið kannar nú ástæðu þess að það var stimplað ógilt og hvort líklegt sé að Abraham fái jafn kaldar viðtökur og í gær þegar hann kemur næst til landsins. Abraham kom til fundar í utanríkisráðuneytinu í dag ásamt eiginkonu sinni, Díönu Allansdóttur og Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins Ísland Palestína. Þar var rædd móttakan sem hann fékk á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv í gærkvöldi og sú staðreynd að yfirvöld og lögregla fullyrtu að vegabréf hans væri falsað og það því stimplað ógilt. Athugasemd var gerð við það að nafn hans er skráð Abraham en var Ibrahim. Því var breytt þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt en Abraham hefur verið búsettur hér síðan árið 1990. Auk þess voru fettir fingur út í að fæðingarstaður væri tilgreindur Jerúsalem en ekki Ísrael. Abraham er fæddur á palestínsku landsvæði en þar sem Palestína er ekki viðurkennt ríki fékk hann það í gegn að skrá Jerúsalem sem fæðingarstað. Við komuna til Tel Aviv var Abraham fyrst færður í herbergi á flugvellinum og látinn sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver væri ástæðan. Eftir buðust yfirvöld til að aka honum á hótel. Hann þáði það en var þá ekið á lögreglustöð þar sem hann var læstur inni í sjö klukkustundir. Abraham segir að honum hafi brugðið vegna aðgerða ísraelskra yfirvalda. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Utanríkisráðuneytið hefur nú sent ísraelskum stjórnvöldum bréf þar sem spurt er hvers vegna Abraham hafi verið vísað úr landi og jafnfram hvort líkur séu á að það verði gert aftur. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir ekkert varðandi meðferðina á vegabréfinu sem gefi til kynna að það gagnist ekki næst þegar Abraham fari til Ísraels en sjálfur efast Abraham um að honum verði hleypt aftur inn í landi með það. Abraham er mjög þakkláttur íslenska utanríkisráðuneytinu fyrir þá aðstoð sem starfsmenn þess hafa veitt.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira