Gravesen fer frá Real

Umboðsmaður danska landsliðsmannsins Thomas Gravesen hjá Real Madrid er nú staddur á Bretlandseyjum þar sem hann segist vera í viðræðum við nokkur félög með það í huga að koma leikmanninum frá spænska félaginu. Real er sagt vilja um 2 milljónir punda fyrir miðjumanninn og hefur hann helst verið orðaður við Glasgow Celtic í Skotlandi.