Berjast gegn kvikasilfursmengun 23. ágúst 2006 17:45 Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra MYND/GVA Það var ákveðið á fundi umhverfisráðherra Norðurlandanna sem fram fór á Svalbarða þann 21. ágúst að stuðla að efldri baráttu gegn mengun af völdum kvikasilfurs og þrávirkra lífrænna efna. Norðurlöndin munu beita sér fyrir gerð alþjóðasáttmála gegn kvikasilfursmengun, sem fer vaxandi víða, þar á meðal á Norðurlöndum. Unnið veður upplýsingarefni um mengun af völdum kvikasilfurs sem kynnt verður í alþjóðlegum viðræðum. Stefnt er að því að ná samkomulagi um alþjóðlegan samning um kvikasilfur á fundi Sameinuðu þjóðanna í febrúar 2007. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sagði að rannsóknir á Svalbarða og annars staðar á Norðurslóðum, hefðu sýnt fram á það að þessi efni bærust langar leiðir og söfnuðust fyrir í lífkeðjunni. Því væru aðgerðir nauðsinlegar. Umhverfisráðherrarnir samþykktu einnig yfirlýsingu um aðlögun að loftslagsbreytingum, þar sem segir að Norðurlöndin muni vinna saman að því að bæta þekkingu á líklegum áhrifum loftslagsbreytinga á náttúru og samfélag í ríkjunum. Nauðsynlegt sé að undirbúa aðlögun að loftslagsbreytingum, þar sem fyrirsjáanlegt sé að verulegar breytingar muni eiga sér stað á þessari öld, eins þótt árangur náist við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Norðurlöndin munu vinna að því á alþjóðavettvangi að settar verði nýjar skuldbindingar um losun eftir 2012 og að öll helstu losunarríkin verði með í aðgerðum við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda hnattrænt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Umhverfisráðuneytið sendi frá sér í dag. Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Það var ákveðið á fundi umhverfisráðherra Norðurlandanna sem fram fór á Svalbarða þann 21. ágúst að stuðla að efldri baráttu gegn mengun af völdum kvikasilfurs og þrávirkra lífrænna efna. Norðurlöndin munu beita sér fyrir gerð alþjóðasáttmála gegn kvikasilfursmengun, sem fer vaxandi víða, þar á meðal á Norðurlöndum. Unnið veður upplýsingarefni um mengun af völdum kvikasilfurs sem kynnt verður í alþjóðlegum viðræðum. Stefnt er að því að ná samkomulagi um alþjóðlegan samning um kvikasilfur á fundi Sameinuðu þjóðanna í febrúar 2007. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sagði að rannsóknir á Svalbarða og annars staðar á Norðurslóðum, hefðu sýnt fram á það að þessi efni bærust langar leiðir og söfnuðust fyrir í lífkeðjunni. Því væru aðgerðir nauðsinlegar. Umhverfisráðherrarnir samþykktu einnig yfirlýsingu um aðlögun að loftslagsbreytingum, þar sem segir að Norðurlöndin muni vinna saman að því að bæta þekkingu á líklegum áhrifum loftslagsbreytinga á náttúru og samfélag í ríkjunum. Nauðsynlegt sé að undirbúa aðlögun að loftslagsbreytingum, þar sem fyrirsjáanlegt sé að verulegar breytingar muni eiga sér stað á þessari öld, eins þótt árangur náist við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Norðurlöndin munu vinna að því á alþjóðavettvangi að settar verði nýjar skuldbindingar um losun eftir 2012 og að öll helstu losunarríkin verði með í aðgerðum við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda hnattrænt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Umhverfisráðuneytið sendi frá sér í dag.
Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira