Anthony setti met í sigri Bandaríkjamanna 23. ágúst 2006 13:40 Carmelo Anthony skoraði 35 stig fyrir Bandaríkjamenn NordicPhotos/GettyImages Carmelo Anthony skoraði 35 stig þegar bandaríska landsliðið í körfubolta lagði sterkt lið Ítala 94-85 á HM í körfubolta í dag. Þetta var fjórði sigur Bandaríkjamanna í röð og tryggði sigurinn liðinu toppsætið í D-riðli. Enginn leikmaður hefur skorað jafn mörg stig og Anthony í landsleik fyrir Bandaríkin, en eldra metið átti Kenny Anderson þegar hann skoraði 34 stig fyrir landsliðið árið 1990. Ítalir, sem urðu í öðru sæti á Ólympíuleikunum árið 2004, komust mest 12 stigum yfir í þriðja leikhlutanum, en þá tók Carmelo Anthony til sinna ráða og skoraði 19 stig í leikhlutanum. Bandaríska liðið skoraði aðeins 11 stig í öðrum leikhluta. Dwyane Wade skoraði 26 stig fyrir Bandaríkjamenn, en Marco Belinelli skoraði 25 stig fyrir Ítali. Argentínumenn eru efstir í A-riðli eftir 98-64 sigri á Nígeríu. Andres Nocioni skoraði 23 stig fyrir Argentínumenn og hitti úr öllum skotum sínum í leiknum, þar af öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Frakkar töpuðu mjög óvænt fyrir Líbanon 74-73, en þetta var annar sigur Líbanon á mótinu. Serbar lögðu Venesúela 90-65, þar sem Igor Rakocevic skoraði 26 stig fyrir Serba og Darko Milicic skoraði 18 stig, hirti 11 fráköst og varði 6 skot. Serbar hafa því unnið tvo leiki og tapað tveimur og eiga ágæta möguleika á að komast áfram. Spánverjar eru efstir B-riðli eftir að liðið lagði Angóla 93-83. Pau Gasol skoraði 28 stig fyrir Spánverja, sem mættu sínum erfiðustu andstæðingum til þessa í riðlinum. Þjóðverjar lögðu Panama 81-63 þar sem Dirk Nowitzki skoraði 25 stig. Þjóðverjar hafa unnið 3 leiki og tapað 1, líkt og Angóla - en þessi lið keppast um að hreppa annað sætið í riðlinum. Tyrkir lögðu Katar 76-69 og eru efstir C-riðli með fullt hús eins og Grikkir, sem unnu Brasilíumenn 90-81. Litháar lögðu Ástrali 78-57, Slóvenar lögðu Portó Ríkó 90-82 og Kínverjar unnu sinn fyrsta leik þegar þeir skelltu Senegal 100-83, þar sem stigahæsti maður mótsins Yao Ming skoraði meðaltal sitt í keppninni, 26 stig. Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Carmelo Anthony skoraði 35 stig þegar bandaríska landsliðið í körfubolta lagði sterkt lið Ítala 94-85 á HM í körfubolta í dag. Þetta var fjórði sigur Bandaríkjamanna í röð og tryggði sigurinn liðinu toppsætið í D-riðli. Enginn leikmaður hefur skorað jafn mörg stig og Anthony í landsleik fyrir Bandaríkin, en eldra metið átti Kenny Anderson þegar hann skoraði 34 stig fyrir landsliðið árið 1990. Ítalir, sem urðu í öðru sæti á Ólympíuleikunum árið 2004, komust mest 12 stigum yfir í þriðja leikhlutanum, en þá tók Carmelo Anthony til sinna ráða og skoraði 19 stig í leikhlutanum. Bandaríska liðið skoraði aðeins 11 stig í öðrum leikhluta. Dwyane Wade skoraði 26 stig fyrir Bandaríkjamenn, en Marco Belinelli skoraði 25 stig fyrir Ítali. Argentínumenn eru efstir í A-riðli eftir 98-64 sigri á Nígeríu. Andres Nocioni skoraði 23 stig fyrir Argentínumenn og hitti úr öllum skotum sínum í leiknum, þar af öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Frakkar töpuðu mjög óvænt fyrir Líbanon 74-73, en þetta var annar sigur Líbanon á mótinu. Serbar lögðu Venesúela 90-65, þar sem Igor Rakocevic skoraði 26 stig fyrir Serba og Darko Milicic skoraði 18 stig, hirti 11 fráköst og varði 6 skot. Serbar hafa því unnið tvo leiki og tapað tveimur og eiga ágæta möguleika á að komast áfram. Spánverjar eru efstir B-riðli eftir að liðið lagði Angóla 93-83. Pau Gasol skoraði 28 stig fyrir Spánverja, sem mættu sínum erfiðustu andstæðingum til þessa í riðlinum. Þjóðverjar lögðu Panama 81-63 þar sem Dirk Nowitzki skoraði 25 stig. Þjóðverjar hafa unnið 3 leiki og tapað 1, líkt og Angóla - en þessi lið keppast um að hreppa annað sætið í riðlinum. Tyrkir lögðu Katar 76-69 og eru efstir C-riðli með fullt hús eins og Grikkir, sem unnu Brasilíumenn 90-81. Litháar lögðu Ástrali 78-57, Slóvenar lögðu Portó Ríkó 90-82 og Kínverjar unnu sinn fyrsta leik þegar þeir skelltu Senegal 100-83, þar sem stigahæsti maður mótsins Yao Ming skoraði meðaltal sitt í keppninni, 26 stig.
Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum