Vill fá Hring aftur heim í Hringsdal 21. ágúst 2006 19:00 Landeigandi í Hringsdal vill að líkamsleifar landnámsmanns, sem fundust við uppgröft í dalnum í síðustu viku, verði fluttar aftur í dalinn til sýnis fyrir almenning. Forstöðumanni Fornleifastofnunar líst vel á hugmyndina en segir hana þó erfiða í framkvæmd. Fornleifafræðingar fundu í síðustu viku beinagrind af landnámsmanni við uppgröft í kumli í Hringsdal í Arnarfirði á Vestfjörðum. Kumlið reyndist einstaklega vel varðveitt. Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, segir það vera vegna óvenjulegra aðstæðna á staðnum en sandur hafi hlaðist ofan á kumlið og varnað því að fólk kæmist í það. Ásamt beinagrindinni fundust í gröfinni sverð sem er um metri á lengd, spjótsoddur, skjaldarbóla, kambur og alur eða hnífur. Minjarnar voru fluttar til Reykjavíkur fyrir helgi þar sem þær verða hreinsaðar og rannsakaðar frekar. Því er haldið fram að maðurinn í gröfinni sé Hringur sá er dalurinn er kenndur við. Munnmælasögur segja að hann hafi verið vígamaður mikill en fallið fyrir hendi fjandmanna sinna úr Arnarfirði. Hilmar Einarsson, landeigandi í Hringsdal, segist ekki trúa öðru eftir þennan fund en að munnmælasagan eigi sér stoð. Hilmar vill að líkamsleifar Hrings verði fluttar aftur vestur þar sem þær verði til sýnis fyrir almenning. Forstöðumaður Fornleifastofnunar fagnar öllum hugmyndum um að kynna menningararfinn en vegna strangra krafna um varðveisluskilyrði telji hann viðráðanlegra að koma upp sýningaraðstöðu á Bíldudal eða Hrafnseyri. Það kæmi honum ekki á óvart að ef menn haldi áfram uppgreftri á svæðinu finnist fleiri fornmenn og þá sé kominn stofn að sýningu um þennan merka þátt í menningarsögu landsins. Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Landeigandi í Hringsdal vill að líkamsleifar landnámsmanns, sem fundust við uppgröft í dalnum í síðustu viku, verði fluttar aftur í dalinn til sýnis fyrir almenning. Forstöðumanni Fornleifastofnunar líst vel á hugmyndina en segir hana þó erfiða í framkvæmd. Fornleifafræðingar fundu í síðustu viku beinagrind af landnámsmanni við uppgröft í kumli í Hringsdal í Arnarfirði á Vestfjörðum. Kumlið reyndist einstaklega vel varðveitt. Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, segir það vera vegna óvenjulegra aðstæðna á staðnum en sandur hafi hlaðist ofan á kumlið og varnað því að fólk kæmist í það. Ásamt beinagrindinni fundust í gröfinni sverð sem er um metri á lengd, spjótsoddur, skjaldarbóla, kambur og alur eða hnífur. Minjarnar voru fluttar til Reykjavíkur fyrir helgi þar sem þær verða hreinsaðar og rannsakaðar frekar. Því er haldið fram að maðurinn í gröfinni sé Hringur sá er dalurinn er kenndur við. Munnmælasögur segja að hann hafi verið vígamaður mikill en fallið fyrir hendi fjandmanna sinna úr Arnarfirði. Hilmar Einarsson, landeigandi í Hringsdal, segist ekki trúa öðru eftir þennan fund en að munnmælasagan eigi sér stoð. Hilmar vill að líkamsleifar Hrings verði fluttar aftur vestur þar sem þær verði til sýnis fyrir almenning. Forstöðumaður Fornleifastofnunar fagnar öllum hugmyndum um að kynna menningararfinn en vegna strangra krafna um varðveisluskilyrði telji hann viðráðanlegra að koma upp sýningaraðstöðu á Bíldudal eða Hrafnseyri. Það kæmi honum ekki á óvart að ef menn haldi áfram uppgreftri á svæðinu finnist fleiri fornmenn og þá sé kominn stofn að sýningu um þennan merka þátt í menningarsögu landsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira