Hlynur Sigurðsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar ehf. og mun taka við starfinu 1. september næstkomandi.
Hlynur lauk meistaraprófi í rekstrarfræði frá Háskólanum í Álaborg árið 2002 og hefur unnið sem innkaupastjóri Fríhafnarinnar frá árinu 2003. Hann hefur einnig starfað sem afleysingakennari í stjórnun og rekstri fyrirtækja við Meistaraskólann í Reykjavík. Hann er giftur Helgu Völu Gunnarsdóttur, félagsfræðingi og saman eiga þau þrjú börn.
Sturla Eðvarðsson, var framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar undanfarin fjögur ár. Hann hefur ráðið sig til starfa sem framkvæmdastjóri Samkaupa.