Meðhöndlaðir sem landráðamenn 20. ágúst 2006 18:45 Líbönsk stjórnvöld segja að hart verði tekið á þeim sem rjúfi vopnahlé Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar halda fast við þá skýringu að áhlaup á Austur-Líbanon í gær hafi verið gert til að stöðva vopnasendingu til skæruliða. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísraela hafa brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Elias al-Murr, varnarmálaráðherra Líbanons, sagði í dag að þeir sem stæðu að flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði yrðu meðhöndlaðir sem landráðamenn. Hann sagði slíkar árásir aðeins vatn á myllu Ísraela sem myndu nota þær sem átillu til að hefja árásir á Líbanon að nýju. al-Murr sagðist þó sannfærður um að Hizbollah-skæruliðar myndu halda að sér höndum. Orð ráðherrans eru þó túlkuð sem skýr viðvörun til skæruliðanna. al-Murr endurtók þó ekki hótun sína frá í gær um að liðsflutningar líbanska hersins til Suður-Líbanon yrðu stöðvaðir ef annað skyndiáhlup yrði gert líkt því og sérsveitir Ísraela gerðu á Austur-Líbanon í gær. Ísraelar halda enn í þá skýringu að þeir hafi verið að stöðva flutning vopna til Hizbollah-liða og þeim heimilt að grípa til þess ráðs samkvæmt ákvæðum vopnahlésályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fleiri slík áhlaup yrðu gerð ef þörf væri á þar til friðargæslulið verði komið á svæðið og tilbúið til að sinna verkefnum sínum. Utanríkisráðherrar ríkja Arababandalagsins komu saman til neyðar fundar í Kairo í Egyptalandi í dag til að ræða hvernig ætti að fjármagna endurbyggingu Líbanons. Einnig átti að losa um spennu sem hefur myndast milli hófsamra ríkja Araba og Sýrlendinga eftir ræðu Assads Sýrlandsforseta í síðustu viku þar sem hann ávítti leiðtoga nágrannaríkjanna fyrir að styðja ekki Hizbollah og sagði stríðið í Líbanon hafa afhjúpað þá sem liðleskjur. Sýrlendingar eru helstu bakhjarlar Hizbollah. Athygli vakti að utanríkisráðherra Sýrlands sótti ekki fundinn í dag. Sádí Arabar hafa þegar lagt fram jafnvirði tæplega 35 milljarða íslenskra króna til endurbyggingarinnar og stjórnvöld í Kúvæt hafa heitið jafnvirði tæplega 56 milljarða. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Líbönsk stjórnvöld segja að hart verði tekið á þeim sem rjúfi vopnahlé Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar halda fast við þá skýringu að áhlaup á Austur-Líbanon í gær hafi verið gert til að stöðva vopnasendingu til skæruliða. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísraela hafa brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Elias al-Murr, varnarmálaráðherra Líbanons, sagði í dag að þeir sem stæðu að flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði yrðu meðhöndlaðir sem landráðamenn. Hann sagði slíkar árásir aðeins vatn á myllu Ísraela sem myndu nota þær sem átillu til að hefja árásir á Líbanon að nýju. al-Murr sagðist þó sannfærður um að Hizbollah-skæruliðar myndu halda að sér höndum. Orð ráðherrans eru þó túlkuð sem skýr viðvörun til skæruliðanna. al-Murr endurtók þó ekki hótun sína frá í gær um að liðsflutningar líbanska hersins til Suður-Líbanon yrðu stöðvaðir ef annað skyndiáhlup yrði gert líkt því og sérsveitir Ísraela gerðu á Austur-Líbanon í gær. Ísraelar halda enn í þá skýringu að þeir hafi verið að stöðva flutning vopna til Hizbollah-liða og þeim heimilt að grípa til þess ráðs samkvæmt ákvæðum vopnahlésályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fleiri slík áhlaup yrðu gerð ef þörf væri á þar til friðargæslulið verði komið á svæðið og tilbúið til að sinna verkefnum sínum. Utanríkisráðherrar ríkja Arababandalagsins komu saman til neyðar fundar í Kairo í Egyptalandi í dag til að ræða hvernig ætti að fjármagna endurbyggingu Líbanons. Einnig átti að losa um spennu sem hefur myndast milli hófsamra ríkja Araba og Sýrlendinga eftir ræðu Assads Sýrlandsforseta í síðustu viku þar sem hann ávítti leiðtoga nágrannaríkjanna fyrir að styðja ekki Hizbollah og sagði stríðið í Líbanon hafa afhjúpað þá sem liðleskjur. Sýrlendingar eru helstu bakhjarlar Hizbollah. Athygli vakti að utanríkisráðherra Sýrlands sótti ekki fundinn í dag. Sádí Arabar hafa þegar lagt fram jafnvirði tæplega 35 milljarða íslenskra króna til endurbyggingarinnar og stjórnvöld í Kúvæt hafa heitið jafnvirði tæplega 56 milljarða.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira