Meðhöndlaðir sem landráðamenn 20. ágúst 2006 18:45 Líbönsk stjórnvöld segja að hart verði tekið á þeim sem rjúfi vopnahlé Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar halda fast við þá skýringu að áhlaup á Austur-Líbanon í gær hafi verið gert til að stöðva vopnasendingu til skæruliða. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísraela hafa brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Elias al-Murr, varnarmálaráðherra Líbanons, sagði í dag að þeir sem stæðu að flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði yrðu meðhöndlaðir sem landráðamenn. Hann sagði slíkar árásir aðeins vatn á myllu Ísraela sem myndu nota þær sem átillu til að hefja árásir á Líbanon að nýju. al-Murr sagðist þó sannfærður um að Hizbollah-skæruliðar myndu halda að sér höndum. Orð ráðherrans eru þó túlkuð sem skýr viðvörun til skæruliðanna. al-Murr endurtók þó ekki hótun sína frá í gær um að liðsflutningar líbanska hersins til Suður-Líbanon yrðu stöðvaðir ef annað skyndiáhlup yrði gert líkt því og sérsveitir Ísraela gerðu á Austur-Líbanon í gær. Ísraelar halda enn í þá skýringu að þeir hafi verið að stöðva flutning vopna til Hizbollah-liða og þeim heimilt að grípa til þess ráðs samkvæmt ákvæðum vopnahlésályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fleiri slík áhlaup yrðu gerð ef þörf væri á þar til friðargæslulið verði komið á svæðið og tilbúið til að sinna verkefnum sínum. Utanríkisráðherrar ríkja Arababandalagsins komu saman til neyðar fundar í Kairo í Egyptalandi í dag til að ræða hvernig ætti að fjármagna endurbyggingu Líbanons. Einnig átti að losa um spennu sem hefur myndast milli hófsamra ríkja Araba og Sýrlendinga eftir ræðu Assads Sýrlandsforseta í síðustu viku þar sem hann ávítti leiðtoga nágrannaríkjanna fyrir að styðja ekki Hizbollah og sagði stríðið í Líbanon hafa afhjúpað þá sem liðleskjur. Sýrlendingar eru helstu bakhjarlar Hizbollah. Athygli vakti að utanríkisráðherra Sýrlands sótti ekki fundinn í dag. Sádí Arabar hafa þegar lagt fram jafnvirði tæplega 35 milljarða íslenskra króna til endurbyggingarinnar og stjórnvöld í Kúvæt hafa heitið jafnvirði tæplega 56 milljarða. Erlent Fréttir Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Líbönsk stjórnvöld segja að hart verði tekið á þeim sem rjúfi vopnahlé Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar halda fast við þá skýringu að áhlaup á Austur-Líbanon í gær hafi verið gert til að stöðva vopnasendingu til skæruliða. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísraela hafa brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Elias al-Murr, varnarmálaráðherra Líbanons, sagði í dag að þeir sem stæðu að flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði yrðu meðhöndlaðir sem landráðamenn. Hann sagði slíkar árásir aðeins vatn á myllu Ísraela sem myndu nota þær sem átillu til að hefja árásir á Líbanon að nýju. al-Murr sagðist þó sannfærður um að Hizbollah-skæruliðar myndu halda að sér höndum. Orð ráðherrans eru þó túlkuð sem skýr viðvörun til skæruliðanna. al-Murr endurtók þó ekki hótun sína frá í gær um að liðsflutningar líbanska hersins til Suður-Líbanon yrðu stöðvaðir ef annað skyndiáhlup yrði gert líkt því og sérsveitir Ísraela gerðu á Austur-Líbanon í gær. Ísraelar halda enn í þá skýringu að þeir hafi verið að stöðva flutning vopna til Hizbollah-liða og þeim heimilt að grípa til þess ráðs samkvæmt ákvæðum vopnahlésályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fleiri slík áhlaup yrðu gerð ef þörf væri á þar til friðargæslulið verði komið á svæðið og tilbúið til að sinna verkefnum sínum. Utanríkisráðherrar ríkja Arababandalagsins komu saman til neyðar fundar í Kairo í Egyptalandi í dag til að ræða hvernig ætti að fjármagna endurbyggingu Líbanons. Einnig átti að losa um spennu sem hefur myndast milli hófsamra ríkja Araba og Sýrlendinga eftir ræðu Assads Sýrlandsforseta í síðustu viku þar sem hann ávítti leiðtoga nágrannaríkjanna fyrir að styðja ekki Hizbollah og sagði stríðið í Líbanon hafa afhjúpað þá sem liðleskjur. Sýrlendingar eru helstu bakhjarlar Hizbollah. Athygli vakti að utanríkisráðherra Sýrlands sótti ekki fundinn í dag. Sádí Arabar hafa þegar lagt fram jafnvirði tæplega 35 milljarða íslenskra króna til endurbyggingarinnar og stjórnvöld í Kúvæt hafa heitið jafnvirði tæplega 56 milljarða.
Erlent Fréttir Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira