Meðhöndlaðir sem landráðamenn 20. ágúst 2006 18:45 Líbönsk stjórnvöld segja að hart verði tekið á þeim sem rjúfi vopnahlé Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar halda fast við þá skýringu að áhlaup á Austur-Líbanon í gær hafi verið gert til að stöðva vopnasendingu til skæruliða. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísraela hafa brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Elias al-Murr, varnarmálaráðherra Líbanons, sagði í dag að þeir sem stæðu að flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði yrðu meðhöndlaðir sem landráðamenn. Hann sagði slíkar árásir aðeins vatn á myllu Ísraela sem myndu nota þær sem átillu til að hefja árásir á Líbanon að nýju. al-Murr sagðist þó sannfærður um að Hizbollah-skæruliðar myndu halda að sér höndum. Orð ráðherrans eru þó túlkuð sem skýr viðvörun til skæruliðanna. al-Murr endurtók þó ekki hótun sína frá í gær um að liðsflutningar líbanska hersins til Suður-Líbanon yrðu stöðvaðir ef annað skyndiáhlup yrði gert líkt því og sérsveitir Ísraela gerðu á Austur-Líbanon í gær. Ísraelar halda enn í þá skýringu að þeir hafi verið að stöðva flutning vopna til Hizbollah-liða og þeim heimilt að grípa til þess ráðs samkvæmt ákvæðum vopnahlésályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fleiri slík áhlaup yrðu gerð ef þörf væri á þar til friðargæslulið verði komið á svæðið og tilbúið til að sinna verkefnum sínum. Utanríkisráðherrar ríkja Arababandalagsins komu saman til neyðar fundar í Kairo í Egyptalandi í dag til að ræða hvernig ætti að fjármagna endurbyggingu Líbanons. Einnig átti að losa um spennu sem hefur myndast milli hófsamra ríkja Araba og Sýrlendinga eftir ræðu Assads Sýrlandsforseta í síðustu viku þar sem hann ávítti leiðtoga nágrannaríkjanna fyrir að styðja ekki Hizbollah og sagði stríðið í Líbanon hafa afhjúpað þá sem liðleskjur. Sýrlendingar eru helstu bakhjarlar Hizbollah. Athygli vakti að utanríkisráðherra Sýrlands sótti ekki fundinn í dag. Sádí Arabar hafa þegar lagt fram jafnvirði tæplega 35 milljarða íslenskra króna til endurbyggingarinnar og stjórnvöld í Kúvæt hafa heitið jafnvirði tæplega 56 milljarða. Erlent Fréttir Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Líbönsk stjórnvöld segja að hart verði tekið á þeim sem rjúfi vopnahlé Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar halda fast við þá skýringu að áhlaup á Austur-Líbanon í gær hafi verið gert til að stöðva vopnasendingu til skæruliða. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísraela hafa brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Elias al-Murr, varnarmálaráðherra Líbanons, sagði í dag að þeir sem stæðu að flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði yrðu meðhöndlaðir sem landráðamenn. Hann sagði slíkar árásir aðeins vatn á myllu Ísraela sem myndu nota þær sem átillu til að hefja árásir á Líbanon að nýju. al-Murr sagðist þó sannfærður um að Hizbollah-skæruliðar myndu halda að sér höndum. Orð ráðherrans eru þó túlkuð sem skýr viðvörun til skæruliðanna. al-Murr endurtók þó ekki hótun sína frá í gær um að liðsflutningar líbanska hersins til Suður-Líbanon yrðu stöðvaðir ef annað skyndiáhlup yrði gert líkt því og sérsveitir Ísraela gerðu á Austur-Líbanon í gær. Ísraelar halda enn í þá skýringu að þeir hafi verið að stöðva flutning vopna til Hizbollah-liða og þeim heimilt að grípa til þess ráðs samkvæmt ákvæðum vopnahlésályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fleiri slík áhlaup yrðu gerð ef þörf væri á þar til friðargæslulið verði komið á svæðið og tilbúið til að sinna verkefnum sínum. Utanríkisráðherrar ríkja Arababandalagsins komu saman til neyðar fundar í Kairo í Egyptalandi í dag til að ræða hvernig ætti að fjármagna endurbyggingu Líbanons. Einnig átti að losa um spennu sem hefur myndast milli hófsamra ríkja Araba og Sýrlendinga eftir ræðu Assads Sýrlandsforseta í síðustu viku þar sem hann ávítti leiðtoga nágrannaríkjanna fyrir að styðja ekki Hizbollah og sagði stríðið í Líbanon hafa afhjúpað þá sem liðleskjur. Sýrlendingar eru helstu bakhjarlar Hizbollah. Athygli vakti að utanríkisráðherra Sýrlands sótti ekki fundinn í dag. Sádí Arabar hafa þegar lagt fram jafnvirði tæplega 35 milljarða íslenskra króna til endurbyggingarinnar og stjórnvöld í Kúvæt hafa heitið jafnvirði tæplega 56 milljarða.
Erlent Fréttir Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira