Erlent

Ætum vírusum dreift á mat

 

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa leyft notkun á blöndu vírusa sem úðað verður á kjötálegg, pylsur og kjúklinga. Vírusarnir éta bakteríur sem geta valdið lífshættulegum sýkingum.

Vírusablöndunni mun verða úðað á kjötafurðirnar áður en þeim er pakkað í lofttæmdar umbúðir og er framleiðendum ekki skylt að gefa upp hvort blandan hafi verið notuð.

Meðal bakteríanna sem vírusarnir éta eru Listeria monocytogenes, sem leggjast helst á þungaðar konur, ungabörn og fólk með veikt ónæmiskerfi, og deyja um 500 Bandaríkjamenn úr listeriosis á ári hverju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×