Nú er ljóst að Formúla 1 verður áfram í boði í Bandaríkjunum, í það minnsta í eitt ár í viðbót, eftir að forráðamenn Indianapolis-kappakstursins náðu samkomulagi við Bernie Ecclestone um mótshald þar á næsta ári.
Bandaríkjakappaksturinn hefur átt undir högg að sækja á síðasta ári eftir hneykslið sem átti sér stað í keppninni þar í fyrra, þegar aðeins sex bílar tóku þátt eftir að öðrum þótti brautin ekki standast öryggiskröfur.
Forráðamann Indianapolis eru hæst ánægðir með samninginn og eru bjartsýnir á framhaldið, þó útlit sé fyrir að Formúla 1 nái aldrei að verða það risafyrirbæri þar í landi og annarsstaðar í heiminum.
Fyrst var keppt í Formúlu 1 í Indianapolis árið 2000 og er keppni næsta árs fyrirhuguð á þjóðhátíðardag Íslendinga þann 17. júní.