Erlent

Kona í haldi eftir vandræði í flugvél

Nokkrir farþegar úr flugvélinni í fylgd lögreglunnar á flugvellinum í Boston.
Nokkrir farþegar úr flugvélinni í fylgd lögreglunnar á flugvellinum í Boston. MYND/AP

Kona er í haldi lögreglu eftir að hún var til vandræða í flugvél bandaríska United flugfélagsins á leiðinni frá Lundúnum til Washingtonborgar í gær. Vélinni var snúið til Boston eftir að konan neitaði að hlýða fyrirmælum áhafnarinnar í flugvélinni og þurfti að binda hana niður aftast í vélinni.

Hún hafði í fórum sínum eldspýtur og handáburð, sem er núna bannaður í handfarangri, eins og allt annað sem er í fljótandi eða hálffljótandi formi og ekki telst til nauðþurfta.

Orðrómi um að hún hafi einnig tekið með sér skrúfjárn um borð og haft miða með upplýsingum um Al Kaída hefur hins vegar verið neitað.

Konan ber því við að hafa verið með óstjórnlega innilokunarkennd og því misst stjórn á hegðan sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×