Gæta friðar í Líbanon 16. ágúst 2006 22:17 Frakkar munu fara fyrir friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon fram í febrúar á næsta ári. Varnarmálaráðherra Frakka greindi frá þessu í kvöld. Þau skilyrði eru þó sett að gæsluliðið hafi skýrt umboð og verði nægilega öflugt. Michele Alliot-Marie, varnarmálaráðherra Frakka, sagðist vona að sem flest Evrópuríki og ríki múslima taki þátt í að styrkja það gæslulið, UNIFIL sem er fyrir í Líbanon. Frakkar stýri UNIFIL og séu reiðubúnir til að halda því áfram fram í febrúar. Utanríkisráðherrar nokkurra ríkja komu til Beirút í dag til að ræða samsetningu liðsins sem myndi fyrst telja þrettán þúsund manns en síðan myndu tvö þúsund liðsmenn bætast í hópinn. Ríki á borð við Frinnland, Malasíu og Marokkó hafa boðist til að senda menn á vettvang. Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands, hvatti líbönsku ríkisstjórnina í dag til að hraða flutningum á fimmtán þúsund manna liði sínu til suðurhluta landsins svo Ísraelsher geti tygjað sig aftur yfir landamærin. Hizbollah-samtökin segjast staðráðin í að sýna friðargæslum Sameinuðu þjóðanna og Líbana samvinnu og fagna auknum liðsstyrk í Suður-Líbanon. Það er talið til marks um að samtökin séu alls ekki á þeim buxum að afvopnast, eins og fyrri ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna kveða þó á um, heldur ætli þau í besta falli að setja vígbúnað sinn í geymslur. Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, átti í dag fund með Kofi Annan, framkvæmdastjór Sameinuðu þjóðanna, í New York. Þar sagði hún Hizbollah-skæruliða þegar hafa bortið gegn vopnahlésályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem ekki verið búið að láta tvo ísraelska hermenn lausa en ránið á þeim varð kveikjan að árás Ísraela. Skip, sem flutti flutnignabílar hlaðnir hjálpargögnum frá Sameinuðu þjóðunum, lagðist að bryggju í hafnarborginni Týrus í Suður-Líbanon. Þetta eru fyrstu hjálpargögn sem berast til borgarinnar síðan vopnahlé milli Ísraela og skæruliða Hizbollah tók gildi. Lagt er hart á að flytja hjálpargögn sem fyrst til stríðshrjáðra nú þegar búið er að stilla til friðar. Íbúar átakanasvæðanna streyma nú úr öllum áttum aftur til síns heima. Sumir hafa þó einungis fundið rústir þar sem áður stóðu heimili þeirra og því er ekki um annað að velja en að búa í tjöldum. Erlent Fréttir Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Frakkar munu fara fyrir friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon fram í febrúar á næsta ári. Varnarmálaráðherra Frakka greindi frá þessu í kvöld. Þau skilyrði eru þó sett að gæsluliðið hafi skýrt umboð og verði nægilega öflugt. Michele Alliot-Marie, varnarmálaráðherra Frakka, sagðist vona að sem flest Evrópuríki og ríki múslima taki þátt í að styrkja það gæslulið, UNIFIL sem er fyrir í Líbanon. Frakkar stýri UNIFIL og séu reiðubúnir til að halda því áfram fram í febrúar. Utanríkisráðherrar nokkurra ríkja komu til Beirút í dag til að ræða samsetningu liðsins sem myndi fyrst telja þrettán þúsund manns en síðan myndu tvö þúsund liðsmenn bætast í hópinn. Ríki á borð við Frinnland, Malasíu og Marokkó hafa boðist til að senda menn á vettvang. Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands, hvatti líbönsku ríkisstjórnina í dag til að hraða flutningum á fimmtán þúsund manna liði sínu til suðurhluta landsins svo Ísraelsher geti tygjað sig aftur yfir landamærin. Hizbollah-samtökin segjast staðráðin í að sýna friðargæslum Sameinuðu þjóðanna og Líbana samvinnu og fagna auknum liðsstyrk í Suður-Líbanon. Það er talið til marks um að samtökin séu alls ekki á þeim buxum að afvopnast, eins og fyrri ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna kveða þó á um, heldur ætli þau í besta falli að setja vígbúnað sinn í geymslur. Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, átti í dag fund með Kofi Annan, framkvæmdastjór Sameinuðu þjóðanna, í New York. Þar sagði hún Hizbollah-skæruliða þegar hafa bortið gegn vopnahlésályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem ekki verið búið að láta tvo ísraelska hermenn lausa en ránið á þeim varð kveikjan að árás Ísraela. Skip, sem flutti flutnignabílar hlaðnir hjálpargögnum frá Sameinuðu þjóðunum, lagðist að bryggju í hafnarborginni Týrus í Suður-Líbanon. Þetta eru fyrstu hjálpargögn sem berast til borgarinnar síðan vopnahlé milli Ísraela og skæruliða Hizbollah tók gildi. Lagt er hart á að flytja hjálpargögn sem fyrst til stríðshrjáðra nú þegar búið er að stilla til friðar. Íbúar átakanasvæðanna streyma nú úr öllum áttum aftur til síns heima. Sumir hafa þó einungis fundið rústir þar sem áður stóðu heimili þeirra og því er ekki um annað að velja en að búa í tjöldum.
Erlent Fréttir Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira