Verðstríð á skólavörum 15. ágúst 2006 19:10 Verðstríð geysar á ritfangamarkaðnum og tilboðum á stílabókum, strokleðrum, skærum, tússlitum og öðrum skólavörum rignir yfir fólk, enda stutt í að skólar hefjist. Verðmunur á þessum smávörum getur hlaupið á hundruðum króna.Það var verslunin Oddi sem reið á vaðið fyrir rúmri viku og auglýsti ýmsar vörur fyrir skólann á 9 krónur. Daginn eftir fylgdu aðrar verslanir Odda eftir og lækkuðu verð á völdum vörum. Baráttan um viðskiptavininn er hörð enda er ágústmánuður eins konar jólamánuður skólamarkaðanna.Mikill verðmunur getur verið á einföldum vörum fyrir skólann. Skæri sem líta að mestu leiti eins út geta kostað í sömu búðinni annars vegar 1 krónu og hins vegar 415 krónur.Ólafur Sveinsson, vörustjóri Odda segir neytendur verða að vera vakandi. Best sé að fara á nokkra staði, kanna verð og gæði og versla svo.Það eru einkum þrjár ritfangaverslanir sem berjast um að vera ódýrastar í ár en það eru Oddi, Griffill og Office 1. Við heimsóttum þessar verslanir í morgun og reyndum að fá úr því skorið hver þeirra væri ódýrust.Farið var með sama innkaupalistann í allar verslanirnar en listinn var valinn af handahófi á netinu. Í verslununum kynnti fréttamaður sig og bað um aðstoð verslunarstjóra eða hæstráðandi starfsmann.Á listanum voru eftirtaldar vörur:4 þrístrendir blýantar1 boxy strokleðurtrélitir 12 í pakkavaxlitir 8 í pakkalokaður yddari2 stór límstiftireglustika 30 cmgóð skæri4 stykki A4 stílabækur í gulu, rauðu, grænu og fjólubláu1 stykki A5 stílabók blá1 teygjumappa úr plasti rauðNeoncolor ll, 10 í pakka1 skrifanlegur geisladiskurkarfan reyndist ódýrust í Office 1 en ekki var verðmunurinn mikill því karfan í Griffli var aðeins 93 krónum ódýrari.Þá má benda á að ef það sama verður upp á tengingnum í ár og undanfarin ár, þá á samkeppnin á skólavörumarkaðnum enn eftir að harðna á næstu dögum. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Verðstríð geysar á ritfangamarkaðnum og tilboðum á stílabókum, strokleðrum, skærum, tússlitum og öðrum skólavörum rignir yfir fólk, enda stutt í að skólar hefjist. Verðmunur á þessum smávörum getur hlaupið á hundruðum króna.Það var verslunin Oddi sem reið á vaðið fyrir rúmri viku og auglýsti ýmsar vörur fyrir skólann á 9 krónur. Daginn eftir fylgdu aðrar verslanir Odda eftir og lækkuðu verð á völdum vörum. Baráttan um viðskiptavininn er hörð enda er ágústmánuður eins konar jólamánuður skólamarkaðanna.Mikill verðmunur getur verið á einföldum vörum fyrir skólann. Skæri sem líta að mestu leiti eins út geta kostað í sömu búðinni annars vegar 1 krónu og hins vegar 415 krónur.Ólafur Sveinsson, vörustjóri Odda segir neytendur verða að vera vakandi. Best sé að fara á nokkra staði, kanna verð og gæði og versla svo.Það eru einkum þrjár ritfangaverslanir sem berjast um að vera ódýrastar í ár en það eru Oddi, Griffill og Office 1. Við heimsóttum þessar verslanir í morgun og reyndum að fá úr því skorið hver þeirra væri ódýrust.Farið var með sama innkaupalistann í allar verslanirnar en listinn var valinn af handahófi á netinu. Í verslununum kynnti fréttamaður sig og bað um aðstoð verslunarstjóra eða hæstráðandi starfsmann.Á listanum voru eftirtaldar vörur:4 þrístrendir blýantar1 boxy strokleðurtrélitir 12 í pakkavaxlitir 8 í pakkalokaður yddari2 stór límstiftireglustika 30 cmgóð skæri4 stykki A4 stílabækur í gulu, rauðu, grænu og fjólubláu1 stykki A5 stílabók blá1 teygjumappa úr plasti rauðNeoncolor ll, 10 í pakka1 skrifanlegur geisladiskurkarfan reyndist ódýrust í Office 1 en ekki var verðmunurinn mikill því karfan í Griffli var aðeins 93 krónum ódýrari.Þá má benda á að ef það sama verður upp á tengingnum í ár og undanfarin ár, þá á samkeppnin á skólavörumarkaðnum enn eftir að harðna á næstu dögum.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira