Erlent

Dell aftur kallar fjórir milljónir fartölvurafhlaðna

Stærsti tölvuframleiðandi í heimi, Dell, hyggst innkalla ríflega fjórar milljónir fartölvurafhlaðna vegna hættu á að það kvikni í þeim. Greint er frá því á fréttavef BBC að Dell sé kunnugt um sex tilvik þar sem slíkar rafhlöður ofhitnuðu og eldur kom upp, en þess má geta að Sony framleiðir rafhlöðurnar fyrir Dell.

Um er að ræða liþíum-rafhlöður í Dell-tölvum sem sendar voru frá fyrirtækinu frá apríl 2004 til júlí í ár. Auk þess að kalla inn rafhlöðurnar hyggst Dell koma upp heimasíðu þar sem neytendur fá upplýsingar um það hvar megi nálgast nýja rafhlöðu. Neytendasamtök Bandaríkjanna segja þetta stærstu innköllun á rafeindatæki í sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×