Leiðtogi Hizbollah lýsir yfir sögulegum sigri 14. ágúst 2006 21:41 Mynd/AP Leiðtogi Hizbollah segir samtökin hafa unnið sögulegan sigur í baráttu sinni við Ísraela. Í ávarpi sem sjónvarpað var hálfum sólahring eftir að vopnahlé tók gildi sagði hann ótímabært að ræða um að afvopna liðsmenn Hizbollah. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði skæruliða sína hafa unnið hernaðarlega mikilvægan sigur á Ísraelum. Hann gangrýndi stjórnmálamenn í Líbanon sem hefðu byrjað að ræða um að afvopna Hizbollah áður en ísraelskir hermenn væru að fullu horfnir frá Suður-Líbanon. Nasrallah bætti því við að liðsmenn samtakanna ætluðu á morgun að hefja endurbyggingarstarf í Líbanon og reyna eftir fremsta megni að gera við hús sem hefðu eyðilagst í loftárásum Ísraela. Samtökin ætli auk þess að borga eigendum þeirra fimmtán þúsund heimila sem eyðilögðust í loftárásunum leigu til eins árs og kaupa fyrir það húsgögn. En það voru ekki bara Hizbollah-liðar sem hrósuðu sigri í dag. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ræðu sinni á ísraelska þinginu í dag að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé væri afrek fyrir Ísraela en auk þess hefði hún mikla þýðingu fyrir öll ríki hins frjálsa heims sem væru að berjast gegn hryðjuverkum. Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í kvöld að Hizbollah-liðar hefðu efnt til átaka síðustu vikna og þeir hefðu nú beðið ósigur. Hann sagði aðgerðir skæruliðanna hafa kostað fjölmörg mannslíf. Bush sagði Írana styðja við bakið á vopnuðum samtökum í Írak og Líbanon og því yrðu þeir að hætta. Forsetinn sagði Ísraela hafa rétt á að verja sig ef ráðist yrði á hermenn þeirra. En hver svo sem sigurvegarinn var þá er lángþráð vopnahlé í átökunum orðið að veruleika. Mörg þúsund Líbanar liggja í valnum, þorri þeirra saklausir borgarar. Hundrað fimmtíu og sjö Ísraelar hafa týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum í Líbanon er metið á hundrað sjötíu og átta milljarða króna og tjón í Ísrael er metið á sjötíu og átta milljarða. Erlent Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Leiðtogi Hizbollah segir samtökin hafa unnið sögulegan sigur í baráttu sinni við Ísraela. Í ávarpi sem sjónvarpað var hálfum sólahring eftir að vopnahlé tók gildi sagði hann ótímabært að ræða um að afvopna liðsmenn Hizbollah. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði skæruliða sína hafa unnið hernaðarlega mikilvægan sigur á Ísraelum. Hann gangrýndi stjórnmálamenn í Líbanon sem hefðu byrjað að ræða um að afvopna Hizbollah áður en ísraelskir hermenn væru að fullu horfnir frá Suður-Líbanon. Nasrallah bætti því við að liðsmenn samtakanna ætluðu á morgun að hefja endurbyggingarstarf í Líbanon og reyna eftir fremsta megni að gera við hús sem hefðu eyðilagst í loftárásum Ísraela. Samtökin ætli auk þess að borga eigendum þeirra fimmtán þúsund heimila sem eyðilögðust í loftárásunum leigu til eins árs og kaupa fyrir það húsgögn. En það voru ekki bara Hizbollah-liðar sem hrósuðu sigri í dag. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ræðu sinni á ísraelska þinginu í dag að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé væri afrek fyrir Ísraela en auk þess hefði hún mikla þýðingu fyrir öll ríki hins frjálsa heims sem væru að berjast gegn hryðjuverkum. Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í kvöld að Hizbollah-liðar hefðu efnt til átaka síðustu vikna og þeir hefðu nú beðið ósigur. Hann sagði aðgerðir skæruliðanna hafa kostað fjölmörg mannslíf. Bush sagði Írana styðja við bakið á vopnuðum samtökum í Írak og Líbanon og því yrðu þeir að hætta. Forsetinn sagði Ísraela hafa rétt á að verja sig ef ráðist yrði á hermenn þeirra. En hver svo sem sigurvegarinn var þá er lángþráð vopnahlé í átökunum orðið að veruleika. Mörg þúsund Líbanar liggja í valnum, þorri þeirra saklausir borgarar. Hundrað fimmtíu og sjö Ísraelar hafa týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum í Líbanon er metið á hundrað sjötíu og átta milljarða króna og tjón í Ísrael er metið á sjötíu og átta milljarða.
Erlent Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira