Mótmælendur héldu starfsfólki í gíslingu 14. ágúst 2006 18:43 Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar stormuðu inn á skrifstofu fyrirtækisins Hönnunar á Reyðarfirði í dag og héldu starfsfólki þar í gíslingu. Samtímis var farið inn á byggingarsvæði Bechtel og ALCOA og vinna þar stöðvuð. Mótmælendurnir eiga nú yfir höfði sér kæru vegna skemmdarverka og frelsissviptingar. Það var um klukkan níu í morgun sem mótmælendur gengu inn á skrifstofu Hönnunar á Reyðarfirði og lokuðu útgönguleiðum skrifstofunnar. Að sögn starfsmanna var þeim mjög brugðið enda ekki hverjum degi sem menn séu sviptir frelsi á þennan hátt. Mótmælendur hafa aðra sögu að segja af viðburðum morgunsins. Þeir segjast hafa komið á skrifstofuna til þess eins að mótmæla og að þeir hafi verið friðsamir þar til starfsfólkið réðst að þeim af hörku. Með aðgerðum sínum segjast mótmæelndur vera að sýna andstöðu við þátttöku Hönnunar í þeim óhæfuverkum sem framin eru gegn íslenskri náttúru og þjóðfélagi. Mótmælendur hafa hafst við á túninu við bæinn Kollaleiru í Reyðarfirði síðan lörgeglan á Egilsstöðum upprætti tjaldbúðir þeirra við Lindur. Einn þeirra fór inn á vinnusvæði Bectel við álverið í morgun en þar sem mjög strangar öryggisreglur eru á svæðinu stöðvaðist öll vinna á því þar til lögregla hafði fjarlægt manninn. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði eru þeir vonsviknir yfir að mótmælendur hafi ákveðið að fara þessa leið en Alcoa hafði látið útbúa sér aðstöðu fyrir mótmæli rétt við álverið en utan hættusvæðis. Í fréttatilkynningu sem Alcoa sendi frá sér síðdegis harmar félagið að sama skapi aðgerðirnar enda hafi Alcoa ætíð verið þeirrar skoðunar að fólk hafi frelsi til að mótmæla. Hins vegar sé ekki hægt að leyfa fólki að fara um á svæði sem það og aðra í hættu. Alcoa undirbýr nú kæru á hendur manninum sem fór um svæðið í morgun og starfsmenn Hönnunar hafa þegar kært mótmælendur fyrir frelsissviptingu og eignaspjöll. Fréttir Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar stormuðu inn á skrifstofu fyrirtækisins Hönnunar á Reyðarfirði í dag og héldu starfsfólki þar í gíslingu. Samtímis var farið inn á byggingarsvæði Bechtel og ALCOA og vinna þar stöðvuð. Mótmælendurnir eiga nú yfir höfði sér kæru vegna skemmdarverka og frelsissviptingar. Það var um klukkan níu í morgun sem mótmælendur gengu inn á skrifstofu Hönnunar á Reyðarfirði og lokuðu útgönguleiðum skrifstofunnar. Að sögn starfsmanna var þeim mjög brugðið enda ekki hverjum degi sem menn séu sviptir frelsi á þennan hátt. Mótmælendur hafa aðra sögu að segja af viðburðum morgunsins. Þeir segjast hafa komið á skrifstofuna til þess eins að mótmæla og að þeir hafi verið friðsamir þar til starfsfólkið réðst að þeim af hörku. Með aðgerðum sínum segjast mótmæelndur vera að sýna andstöðu við þátttöku Hönnunar í þeim óhæfuverkum sem framin eru gegn íslenskri náttúru og þjóðfélagi. Mótmælendur hafa hafst við á túninu við bæinn Kollaleiru í Reyðarfirði síðan lörgeglan á Egilsstöðum upprætti tjaldbúðir þeirra við Lindur. Einn þeirra fór inn á vinnusvæði Bectel við álverið í morgun en þar sem mjög strangar öryggisreglur eru á svæðinu stöðvaðist öll vinna á því þar til lögregla hafði fjarlægt manninn. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði eru þeir vonsviknir yfir að mótmælendur hafi ákveðið að fara þessa leið en Alcoa hafði látið útbúa sér aðstöðu fyrir mótmæli rétt við álverið en utan hættusvæðis. Í fréttatilkynningu sem Alcoa sendi frá sér síðdegis harmar félagið að sama skapi aðgerðirnar enda hafi Alcoa ætíð verið þeirrar skoðunar að fólk hafi frelsi til að mótmæla. Hins vegar sé ekki hægt að leyfa fólki að fara um á svæði sem það og aðra í hættu. Alcoa undirbýr nú kæru á hendur manninum sem fór um svæðið í morgun og starfsmenn Hönnunar hafa þegar kært mótmælendur fyrir frelsissviptingu og eignaspjöll.
Fréttir Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira