Vilja að Bandaríkjamenn borgi fyrir rannsóknir og hreinsun 8. ágúst 2006 18:45 Landvernd og systurfélög hennar annars staðar á Norðurlöndum vilja að Bandaríkjamenn borgi fyrir rannsóknir og hreinsun þeirra svæða sem varnarliðið hefur mengað undanfarna áratugi. Þau segja brýnt að bregðast skjótt við enda stutt í að herinn fari. Landvernd fundaði á dögunum með sex öðrum norrænum náttúruverndarsamtökum þar sem meðal annars var rætt um brottför varnarliðsins. Samtökin benda á að víða í heiminum hafi hlotist umtalsverð mengun þar sem herstöðvar hafi verið starfræktar en ekki er hve mikil mengunin er hér á landi. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir þó að vitað sé um menguð svæði. Það hafi reynst umfangsmikil grunnvatnsmengun á Suðurnesjum á níunda áratugnum og í kjölfar þess hafi þurft að loka vatnsbólum í Njarðvík. Mengunin sé því til staðar en spurningin sé hvar hún sé og fjölmörg svæði hafi ekki verið skoðuð með tilliti til þess. Aðspurður um hvers konar mengun sé að ræða nefnir Bergur þrávirk efni eins og PCB sem safnist upp í lífríkinu. Þá bendir hann einnig á hugsanlega blýmengun og leysiefnamengun líkt og fundist hafi í grunnvatninu á Suðurnesjum. Þá telja Landvernd og systursamtök þess að eðlilegt sé að Bandaríkjamenn borgi kostnaðinn af bæði rannsóknum og hreinsun svæðisins. Bergur segir að í umhverfisrétti nú til dags sé mengunarbótareglan í hávegum höfð en hún gangi út á að sá sem mengi borgi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sagði í samtali í við fréttastofu að ábending Landverndar væri þörf. Hún benti á að varnarviðræður milli Íslands og Bandaríkjanna stæðu nú yfir og þetta væri eitt af þeim málum sem undir væru. Það þyrfti því að bíða niðurstaðna í viðræðunum. Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Landvernd og systurfélög hennar annars staðar á Norðurlöndum vilja að Bandaríkjamenn borgi fyrir rannsóknir og hreinsun þeirra svæða sem varnarliðið hefur mengað undanfarna áratugi. Þau segja brýnt að bregðast skjótt við enda stutt í að herinn fari. Landvernd fundaði á dögunum með sex öðrum norrænum náttúruverndarsamtökum þar sem meðal annars var rætt um brottför varnarliðsins. Samtökin benda á að víða í heiminum hafi hlotist umtalsverð mengun þar sem herstöðvar hafi verið starfræktar en ekki er hve mikil mengunin er hér á landi. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir þó að vitað sé um menguð svæði. Það hafi reynst umfangsmikil grunnvatnsmengun á Suðurnesjum á níunda áratugnum og í kjölfar þess hafi þurft að loka vatnsbólum í Njarðvík. Mengunin sé því til staðar en spurningin sé hvar hún sé og fjölmörg svæði hafi ekki verið skoðuð með tilliti til þess. Aðspurður um hvers konar mengun sé að ræða nefnir Bergur þrávirk efni eins og PCB sem safnist upp í lífríkinu. Þá bendir hann einnig á hugsanlega blýmengun og leysiefnamengun líkt og fundist hafi í grunnvatninu á Suðurnesjum. Þá telja Landvernd og systursamtök þess að eðlilegt sé að Bandaríkjamenn borgi kostnaðinn af bæði rannsóknum og hreinsun svæðisins. Bergur segir að í umhverfisrétti nú til dags sé mengunarbótareglan í hávegum höfð en hún gangi út á að sá sem mengi borgi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sagði í samtali í við fréttastofu að ábending Landverndar væri þörf. Hún benti á að varnarviðræður milli Íslands og Bandaríkjanna stæðu nú yfir og þetta væri eitt af þeim málum sem undir væru. Það þyrfti því að bíða niðurstaðna í viðræðunum.
Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira