Erlent

Lamaður maður klífur fjall

MYND/AP

Svo virtist í gær sem langþráður draumur lamaðs Japana myndi rætast þegar hann var kominn langleiðina upp hæsta fjall Sviss. Seiji Uchida lamaðist í umferðaslysi fyrir rúmum tveimur áratugum en þrátt fyrir það hefur hann haft það að markmiði að klífa fjall. Það var svo fyrir nokkru sem ákveðið var að hann legði í ferð upp Breithorn-fjall sem er rúmir fjögur þúsund metrar á hæð.

Seiji er klæddur sérstökmum tölvustýrðum búning sem gerir honum mögulegt að framkvæmda smávægilegar hreyfingar. Það er svo vinur Seiji sem ber hann á baki sér upp fjallið. Búningurinn sem Seiji klæðist var fjórtán ár í smíðum. Vinirnir tveir voru kominr um þrjá fjórðu leiðarinnar á tindinn, og erfiðasti hjallinn eftir, þegar þeir urðu að snúa aftur við til þess að missa ekki af kláf sem myndi flytja þá aftur niður fjallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×