Vill sameina sundraða þjóð 3. ágúst 2006 19:45 Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að tilnefna helsta andstæðing sinn, Viktor Janúkovitsj, sem forsætisráðherra landsins. Júsjenkó segist með þessu vera að sameina sundraða þjóð. Jústsjenkó og Janúkovitsj börðust af hörku um forsetaembættið árið 2004. Þá varð sá síðarnefndi forseti. Í fyrri umferð forsetakosninganna fékk Júsjenkó fleiri atkvæði en Janúkovitsj en ekki hreinan meirihluta atkvæða og því þurfti að ganga aftur að kjörborðinu og velja milli þeirra tveggja. Janúkovitsj var úrskurðaður sigurvegari eftir seinni umferðina en margir Úkraínubúar, alþjóðasamtök og erlendar ríkisstjórnir drógu lögmæti þeirra kosninga í efa. Hæstiréttur Úkraínu ógilti því þá umferð og aftur var gengið að kjörborðinu. Þá hafði Júsjenkó betur. Kosningabaráttan var svo hatröm að Janúkovitsj var sakaður um að hafa látið eitra fyrir andstæðingi sínum þannig að hann afmyndaðist töluvert í andliti. Erfiðlega hefur gengið að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu eftir þingkosningar í mars. Þremur mánuðum eftir kosningarnar var ríkisstjórn frjálslyndra flokka mynduð undir stjórn Júlíu Timoschenko, bandamanns Júsjenkós í hinni svokölluðu "appelsínugulu byltingu" sem kom Janúkovitsj frá völdum. Sú stjórn varð ekki langlíf og sprakk í sumar. Þá var ljóst að flokkabandalag undir stjórn Janúkovitsj tæki við völdum en eftir var að ákveða hvort hann yrði forsætisráðherra og valt það á samþykki forsetans sem tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. Skömmu síðar undirrituðu erkifjendurnir samstarfsyfirlýsingu sem samvinna þeirra mun byggja á. Með því segja stjórnmálaskýrendur að Júsjenkó hafi tryggt stöðu sína þó Janúkovitjs taki við embætti forsætisráðherra. Hann vill meðal annars að Úkraína gangi í Evrópusambandið og NATO. Janúkóvítsj hefur hins vegar vilja taka upp nánara samstarf við Rússa. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að tilnefna helsta andstæðing sinn, Viktor Janúkovitsj, sem forsætisráðherra landsins. Júsjenkó segist með þessu vera að sameina sundraða þjóð. Jústsjenkó og Janúkovitsj börðust af hörku um forsetaembættið árið 2004. Þá varð sá síðarnefndi forseti. Í fyrri umferð forsetakosninganna fékk Júsjenkó fleiri atkvæði en Janúkovitsj en ekki hreinan meirihluta atkvæða og því þurfti að ganga aftur að kjörborðinu og velja milli þeirra tveggja. Janúkovitsj var úrskurðaður sigurvegari eftir seinni umferðina en margir Úkraínubúar, alþjóðasamtök og erlendar ríkisstjórnir drógu lögmæti þeirra kosninga í efa. Hæstiréttur Úkraínu ógilti því þá umferð og aftur var gengið að kjörborðinu. Þá hafði Júsjenkó betur. Kosningabaráttan var svo hatröm að Janúkovitsj var sakaður um að hafa látið eitra fyrir andstæðingi sínum þannig að hann afmyndaðist töluvert í andliti. Erfiðlega hefur gengið að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu eftir þingkosningar í mars. Þremur mánuðum eftir kosningarnar var ríkisstjórn frjálslyndra flokka mynduð undir stjórn Júlíu Timoschenko, bandamanns Júsjenkós í hinni svokölluðu "appelsínugulu byltingu" sem kom Janúkovitsj frá völdum. Sú stjórn varð ekki langlíf og sprakk í sumar. Þá var ljóst að flokkabandalag undir stjórn Janúkovitsj tæki við völdum en eftir var að ákveða hvort hann yrði forsætisráðherra og valt það á samþykki forsetans sem tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. Skömmu síðar undirrituðu erkifjendurnir samstarfsyfirlýsingu sem samvinna þeirra mun byggja á. Með því segja stjórnmálaskýrendur að Júsjenkó hafi tryggt stöðu sína þó Janúkovitjs taki við embætti forsætisráðherra. Hann vill meðal annars að Úkraína gangi í Evrópusambandið og NATO. Janúkóvítsj hefur hins vegar vilja taka upp nánara samstarf við Rússa.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira