Steranotkun unglinga mest í þremur greinum íþrótta 2. ágúst 2006 03:30 Rétt tæp átján prósent nemenda í framhaldsskólum landsins, sem lagt hafa stund á vaxtarrækt, höfðu aðspurðir notað örvandi efnið efedrín í tengslum við iðkunina einhvern tíma á síðustu tólf mánuðum. Þá höfðu þrettán prósent nemenda sem iðka vaxtarrækt notað anabólíska stera í tengslum við íþróttina einhvern tíma á sama tímabili. Bæði þessi efni eru ólögleg hér á landi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem Rannsóknir og greining vann fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands árið 2004. Þátttakendur voru þeir nemendur allra framhaldsskóla á Íslandi sem mættir voru í kennslustundir á þeim tíma sem kannanirnar voru lagðar fyrir. Gild svör fengust frá 11.031 nemanda og var svarhlutfall því 80,9 prósent. 75 prósent þeirra sem svöruðu stunduðu íþróttir eða líkamsrækt vikulega eða oftar, eða samtals 8.273 manns. Niðurstöður þessarar viðamiklu könnunar lágu fyrir á vordögum 2005, en þær hafa ekki litið dagsins ljós fyrr en nú. „Það er athyglisvert að af heildinni sem er að nota stera er heldur hærra hlutfall einstaklinga sem stunda engar íþróttir," segir Pálmar Hreinsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá ÍSÍ. Hann bætir við að hlutfall steranotenda lækki enn ef athuguð sé staða mála iðkenda hjá skipulögðum íþróttafélögum innan ÍSÍ miðað við aðra. Misnotkunin tengist því ekki öðrum þáttum en íþróttaiðkun. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má ráða að notkun framhaldsskólanema á efedríni og anabólískum sterum tengist einkum þremur íþróttagreinum, það er vaxtarrækt, frjálsum íþróttum og bardagaíþróttum. Brögð eru þó einnig að því að neysla þessara ólöglegu efna tíðkist í mun fleiri íþróttagreinum, eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti. Athyglisverð eru svör þeirra nemenda sem nota efnin við spurningunni um hvernig þeir hafi fengið þau. Þrjátíu prósent segjast hafa fengið sterana hjá vini eða kunningja. 47 prósent segjast hafa fengið efedrínið hjá vinum. 21 prósent segist hafa fengið stera hjá fólki á líkamsræktarstöðvum og sextán prósent efedrín. Þá kveðast 22 prósent svarenda hafa fengið stera hjá fólki tengdu íþróttafélagi og þrettán prósent hafa fengið efedrín á sama hátt. Fréttir Innlent Íþróttir Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Rétt tæp átján prósent nemenda í framhaldsskólum landsins, sem lagt hafa stund á vaxtarrækt, höfðu aðspurðir notað örvandi efnið efedrín í tengslum við iðkunina einhvern tíma á síðustu tólf mánuðum. Þá höfðu þrettán prósent nemenda sem iðka vaxtarrækt notað anabólíska stera í tengslum við íþróttina einhvern tíma á sama tímabili. Bæði þessi efni eru ólögleg hér á landi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem Rannsóknir og greining vann fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands árið 2004. Þátttakendur voru þeir nemendur allra framhaldsskóla á Íslandi sem mættir voru í kennslustundir á þeim tíma sem kannanirnar voru lagðar fyrir. Gild svör fengust frá 11.031 nemanda og var svarhlutfall því 80,9 prósent. 75 prósent þeirra sem svöruðu stunduðu íþróttir eða líkamsrækt vikulega eða oftar, eða samtals 8.273 manns. Niðurstöður þessarar viðamiklu könnunar lágu fyrir á vordögum 2005, en þær hafa ekki litið dagsins ljós fyrr en nú. „Það er athyglisvert að af heildinni sem er að nota stera er heldur hærra hlutfall einstaklinga sem stunda engar íþróttir," segir Pálmar Hreinsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá ÍSÍ. Hann bætir við að hlutfall steranotenda lækki enn ef athuguð sé staða mála iðkenda hjá skipulögðum íþróttafélögum innan ÍSÍ miðað við aðra. Misnotkunin tengist því ekki öðrum þáttum en íþróttaiðkun. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má ráða að notkun framhaldsskólanema á efedríni og anabólískum sterum tengist einkum þremur íþróttagreinum, það er vaxtarrækt, frjálsum íþróttum og bardagaíþróttum. Brögð eru þó einnig að því að neysla þessara ólöglegu efna tíðkist í mun fleiri íþróttagreinum, eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti. Athyglisverð eru svör þeirra nemenda sem nota efnin við spurningunni um hvernig þeir hafi fengið þau. Þrjátíu prósent segjast hafa fengið sterana hjá vini eða kunningja. 47 prósent segjast hafa fengið efedrínið hjá vinum. 21 prósent segist hafa fengið stera hjá fólki á líkamsræktarstöðvum og sextán prósent efedrín. Þá kveðast 22 prósent svarenda hafa fengið stera hjá fólki tengdu íþróttafélagi og þrettán prósent hafa fengið efedrín á sama hátt.
Fréttir Innlent Íþróttir Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira