Erlent

Starfsmenn Rauða krossins segjast hafa orðið fyrir árásum

Mynd/AP

Starfsmenn líbanska Rauða krossins segja Ísraelsher hafa gert loftárásir á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. AP fréttastofan komst yfir myndir sem starfsmenn Rauða krossins tóku af tveimur sjúkrabílum sínum sem þeir segja hafa eyðilagst í árásinni. Að sögn þeirra munu níu sjúkraflutningamenn hafa særst þar sem þeir voru að flytja særða á sjúkrahús í bænum Kana, tuttugu kílómetra frá Týrus. AP fréttastofan náði síðan þessum myndum af því þegar fjölmargir sjúkraflutningamenn voru fluttir á sjúkrahús í Týrus til aðhlynningar. Ekki hefur fengist staðfest að Ísraelsher hafi gert árás á sjúkrabílana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×